Smári Valtýr Sæbjörnsson
Stefán Karl kominn aftur til starfa hjá Sprettu af fullum krafti – 20% lækkun á vörum
Spretta ehf. fagnar nú eins og hálfs árs starfsafmæli með lækkun á vörum sínum um 20%.
Í tilefni þess tók Veitingageirinn létt spjall við Stefán Karl, framkvæmdastjóra Sprettu ehf., sem eins og kunnugt er hefur barist við krabbamein frá því í september í fyrra, en er nú aftur kominn til starfa hjá Sprettu af fullum krafti.
Hvernig kemur það til að þið getið lækkað verðið svona?
„Bæði hefur orðið lækkun á fræjum og nýr innflutningssamningur við birgja okkar í Bandaríkjunum gera okkur kleift að lækka vöruna.“
Hvert er ykkar aðalsmerki?
“Eins og við lofuðum viðskiptavinum okkar í upphafi, þá bjóðum við upp á íslenskt framleidda fyrsta flokks vöru og þjónustu, þar sem grænmetið okkar er framleitt innan við 10 km frá veitingastaðnum sem er í viðskiptum við okkur.“
En hvað með samkeppnina, er þetta ekki erfiður markaður?
„Við höfum orðið vör við að stóru innflutningsfyrirtækin hafa verið að lækka þennan vöruflokk hjá sér um allt að 60% til þess að reyna að taka okkur út af markaði, svo þetta er jú erfiður markaður. En á móti kemur að öll betri veitingahús bæjarins velja auðvitað alltaf Íslenskt hráefni umfram það innflutta, enda fáránlegt að fljúga grænsprettum þúsundir kílómetra yfir hafið þegar þú getur náð í þær innan við 10 km frá eldhúsinu þínu á töluvert lægra verði og í mun meira magni.”
Grænsprettur eru fyrir löngu búnar að sanna sig í veitingabransanum og eru mikið notaðar, rétt eins og spírur.
Bjóðið þið upp á spírur líka?
“Við bjóðum ekki upp á spírur, en höfum verið að benda viðskiptavinum okkar á Eco Spírur í Hafnarfirði. Það er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í spírum og eitthvað af sprettum líka, svo við veljum alltaf íslenskt umfram það innflutta.“
Eru einhverjar nýjungar framundan?
„Nýjungin okkar núna er að við bjóðum upp á al íslenskar Gulrófusprettur, sem seljast eins og heitar…ja, gulrófur. Bragðsterkar og stútfullar af vítamínum og andoxunarefnum sem fáar tegundir geta keppt við.
Eftir áramótin mun Spretta ehf. svo hefja framleiðslu á salathausum fyrir veitingahúsin og bíðum við spennt eftir fyrsta sérsmíðaða ræktunarkerfinu frá AmHydro í Bandaríkjunum. Þeir undirrituðu samstarfssamning við Sprettu árið 2016 um framleiðslu á ræktunarkerfi í gáma sem geta ræktað um 1000 stk. á viku í 40 fetum.
Þetta verður alger bylting fyrir iðnaðinn hér heima og víðar og við hlökkum til að geta boðið upp á ferskt hráefni sem þetta. Við höfum búið við allt of mikla stöðnun á þessum markaði og allt of mikið af innfluttri vöru sem því miður er ekki nógu góð, eða í það minnsta hefur ekki nægilega stöðluð gæði. Stefnan er að rækta allt okkar grænmeti hér heima og því er gríðarlega mikilvægt að stóru birgjarnir leiti fyrst og fremst til okkar sem erum að framleiða hér heima, áður en þeir fylla fleiri flugvélar. Það er spurning hversu ferskt grænmetið er á disknum þínum þegar búið er að menga loftið með flutningunum langt umfram hollustuna sem salatblaðið býður uppá, það á ekki roð í koltvísýringinn sem það hefur kostað að búa það til á endanum.“
Stefán Karl segir að fyrirtækið ætli að halda áfram að vaxa og dafna og að veitingageirinn allur hafi tekið þeim opnum örmum.
Eitthvað sem þú vilt segja við neytendur að lokum?
„Við lofum að halda áfram að vaxa með okkar viðskiptavinum og hlusta vel á þeirra óskir. Nú erum við að vinna í því að stækka og bæta við okkur ræktunarrýmum og mannskap, því það stefnir í met ár framundan í neyslu á grænni fæðu sem fer sífellt vaxandi, sem betur fer,“ sagði Stefán Karl hress að lokum.
Myndir: aðsendar
Instagram myndir: Spretta ehf
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði