Vín, drykkir og keppni
Stefán framreiðslumeistari endurvekur vínklúbbinn – Leitar logandi ljósi að húsnæði fyrir klúbbinn
Stefán Guðjónsson hefur verið viðloðandi vín og vín umfjöllun í mörg ár. Stefán hefur tekið þátt í ýmsum vínþjónakeppnum hérlendis, keppti fyrir hönd Íslands í Evrópu keppni tvisvar, heimsmeistaramóti og norðurlandamóti nokkrum sinnum.
Stefán hefur skrifað um vín í nokkur tímarit, verið með sjónvarpsþátt á ÍNN sálugu, gefið út DVD um vín og haldið úti vefsíðuna Vínsmakkarinn.
Stefán er lærður framreiðslumeistari, hefur lokið 172 tíma vínþjóna námskeiði í Hótel og matvælaskólanum sem hluta af meistaranáminu. Hann er með fyrsta stig í Court of Master Sommeliers og lauk þriðju gráðu af fjórum í Wine and Spirit exchange (WSET).
„Ég er að endurvekja vínklúbbinn og vantar stað til að halda fundi einu sinni í mánuði, að kvöldi til. Einnig væri gott að geta notað staðinn fyrir vínfyrirlestur einstaka sinnum. Staðurinn þarf að geta tekið 15-20 manns.“
Segir Stefán í tilkynningu, en hægt er að hafa samband við Stefán í gegnum heimasíðuna: www.smakkarinn.is
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni








