Vín, drykkir og keppni
Stefán framreiðslumeistari endurvekur vínklúbbinn – Leitar logandi ljósi að húsnæði fyrir klúbbinn
Stefán Guðjónsson hefur verið viðloðandi vín og vín umfjöllun í mörg ár. Stefán hefur tekið þátt í ýmsum vínþjónakeppnum hérlendis, keppti fyrir hönd Íslands í Evrópu keppni tvisvar, heimsmeistaramóti og norðurlandamóti nokkrum sinnum.
Stefán hefur skrifað um vín í nokkur tímarit, verið með sjónvarpsþátt á ÍNN sálugu, gefið út DVD um vín og haldið úti vefsíðuna Vínsmakkarinn.
Stefán er lærður framreiðslumeistari, hefur lokið 172 tíma vínþjóna námskeiði í Hótel og matvælaskólanum sem hluta af meistaranáminu. Hann er með fyrsta stig í Court of Master Sommeliers og lauk þriðju gráðu af fjórum í Wine and Spirit exchange (WSET).
„Ég er að endurvekja vínklúbbinn og vantar stað til að halda fundi einu sinni í mánuði, að kvöldi til. Einnig væri gott að geta notað staðinn fyrir vínfyrirlestur einstaka sinnum. Staðurinn þarf að geta tekið 15-20 manns.“
Segir Stefán í tilkynningu, en hægt er að hafa samband við Stefán í gegnum heimasíðuna: www.smakkarinn.is
Mynd: úr safni

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Reykjavík Cocktail Week: Sjö dagar af kokteilum, stemningu og viðburðum – Hátíðin fer fram 31. mars – 6. apríl
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun