Frétt
Stefán bakari hjá Mosfellsbakaríi bakaði köku ársins 2009
Stefán Hrafn Sigfússon, bakari hjá Mosfellsbakaríi, á heiðurinn af köku ársins 2009 sem Landssamband bakarameistara stendur fyrir að velja í árlegri keppni sem að þessu sinni fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.
Kaka Stefáns þótti skara fram úr þeim 18 kökum sem sendar voru til keppni.
Fram kemur í tilkynningu Landssambands bakarameistara (LABAK) að kaka ársins þurfi að sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð. Að þessu sinni var keppnin haldin í samstarfi við Nóa-Síríus og var eina skilyrðið að kakan innihéldi Nóa kropp.
Sigurkakan er samsett úr súkkulaði-möndlubotnum og súkkulaðimús. Hún er með Nóakroppi og bláberjum á milli laga og hjúpuð dökku súkkulaði.
Sala á kökunni hefst um næstu helgi í bakaríum félagsmanna LABAK og verður til sölu út árið.
Af vef Dv.is /Mynd: Dv.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu






