Vertu memm

Frétt

Stefán bakari hjá Mosfellsbakaríi bakaði köku ársins 2009

Birting:

þann

Stefán Hrafn tekur við viðurkenningu fyrir köku ársins úr hendi Jóa Fel, formanns LABAK

Stefán Hrafn Sigfússon, bakari hjá Mosfellsbakaríi, á heiðurinn af köku ársins 2009 sem Landssamband bakarameistara stendur fyrir að velja í árlegri keppni sem að þessu sinni fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.

Kaka Stefáns þótti skara fram úr þeim 18 kökum sem sendar voru til keppni.

Fram kemur í tilkynningu Landssambands bakarameistara (LABAK) að kaka ársins þurfi að sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð. Að þessu sinni var keppnin haldin í samstarfi við Nóa-Síríus og var eina skilyrðið að kakan innihéldi Nóa kropp.

Sigurkakan er samsett úr súkkulaði-möndlubotnum og súkkulaðimús. Hún er með Nóakroppi og bláberjum á milli laga og hjúpuð dökku súkkulaði.

Sala á kökunni hefst um næstu helgi í bakaríum félagsmanna LABAK og verður til sölu út árið.

Af vef Dv.is /Mynd: Dv.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið