Frétt
Stefán bakari hjá Mosfellsbakaríi bakaði köku ársins 2009
Stefán Hrafn Sigfússon, bakari hjá Mosfellsbakaríi, á heiðurinn af köku ársins 2009 sem Landssamband bakarameistara stendur fyrir að velja í árlegri keppni sem að þessu sinni fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.
Kaka Stefáns þótti skara fram úr þeim 18 kökum sem sendar voru til keppni.
Fram kemur í tilkynningu Landssambands bakarameistara (LABAK) að kaka ársins þurfi að sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð. Að þessu sinni var keppnin haldin í samstarfi við Nóa-Síríus og var eina skilyrðið að kakan innihéldi Nóa kropp.
Sigurkakan er samsett úr súkkulaði-möndlubotnum og súkkulaðimús. Hún er með Nóakroppi og bláberjum á milli laga og hjúpuð dökku súkkulaði.
Sala á kökunni hefst um næstu helgi í bakaríum félagsmanna LABAK og verður til sölu út árið.
Af vef Dv.is /Mynd: Dv.is

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn3 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar