Frétt
Stefán bakari hjá Mosfellsbakaríi bakaði köku ársins 2009
Stefán Hrafn Sigfússon, bakari hjá Mosfellsbakaríi, á heiðurinn af köku ársins 2009 sem Landssamband bakarameistara stendur fyrir að velja í árlegri keppni sem að þessu sinni fór fram í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.
Kaka Stefáns þótti skara fram úr þeim 18 kökum sem sendar voru til keppni.
Fram kemur í tilkynningu Landssambands bakarameistara (LABAK) að kaka ársins þurfi að sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð. Að þessu sinni var keppnin haldin í samstarfi við Nóa-Síríus og var eina skilyrðið að kakan innihéldi Nóa kropp.
Sigurkakan er samsett úr súkkulaði-möndlubotnum og súkkulaðimús. Hún er með Nóakroppi og bláberjum á milli laga og hjúpuð dökku súkkulaði.
Sala á kökunni hefst um næstu helgi í bakaríum félagsmanna LABAK og verður til sölu út árið.
Af vef Dv.is /Mynd: Dv.is
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






