Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Starbucks opnar á Hafnartorgi – stærsta kaffihús keðjunnar á Íslandi til þessa
Á dögunum opnaði Starbucks nýtt og glæsilegt kaffihús á Hafnartorgi í Reykjavík. Staðurinn er staðsettur í Hafnartorgi Gallery við Bryggjugötu 2 og bætist við þá fjölbreyttu flóru veitingastaða, verslana og afþreyingu sem hefur sprottið upp á svæðinu undanfarin ár.
Þetta er annað kaffihúsið sem Starbucks opnar á Íslandi á árinu og jafnframt það stærsta til þessa. Reksturinn er í höndum Berjaya Coffee Iceland ehf., sem er dótturfélag malasíska fyrirtækisins Berjaya Food International.
Starbucks leggur mikla áherslu á að kaffihúsin séu hönnuð sem hlýlegur og hvetjandi „þriðji staður“, þar sem gestir geta átt notalega stund milli heimilis og vinnu. Nýi staðurinn á Hafnartorgi er engin undantekning og býður upp á rúmgott og nútímalegt rými sem markar mikilvæga viðbót við miðborgina.
Myndir: Heimar.is
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti










