Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Starbucks opnar á Hafnartorgi – stærsta kaffihús keðjunnar á Íslandi til þessa
Á dögunum opnaði Starbucks nýtt og glæsilegt kaffihús á Hafnartorgi í Reykjavík. Staðurinn er staðsettur í Hafnartorgi Gallery við Bryggjugötu 2 og bætist við þá fjölbreyttu flóru veitingastaða, verslana og afþreyingu sem hefur sprottið upp á svæðinu undanfarin ár.
Þetta er annað kaffihúsið sem Starbucks opnar á Íslandi á árinu og jafnframt það stærsta til þessa. Reksturinn er í höndum Berjaya Coffee Iceland ehf., sem er dótturfélag malasíska fyrirtækisins Berjaya Food International.
Starbucks leggur mikla áherslu á að kaffihúsin séu hönnuð sem hlýlegur og hvetjandi „þriðji staður“, þar sem gestir geta átt notalega stund milli heimilis og vinnu. Nýi staðurinn á Hafnartorgi er engin undantekning og býður upp á rúmgott og nútímalegt rými sem markar mikilvæga viðbót við miðborgina.
Myndir: Heimar.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya










