Frétt
Stærsta veitingahús fyrir vörubílstjóra afgreiðir fleiri þúsund máltíðir á dag
Iowa 80 Truckstop sem staðsett við hliðina á litlum bæ Walcott í Bandaríkjunum þjónustar að mestu vörubílstjóra og býður upp á nokkra veitingastaði og þar á meðal hjarta staðarins sjálfan veitingastaðinn Iowa 80 Truckstop.
Veitingastaðurinn opnaði árið 1964 og hefur verið opið alla daga síðan, allt árið í kring, dag og nótt. Við Iowa 80 Truckstop eru 900 bílastæði fyrir vöruflutningabíla og þar af 250 bílastæði fyrir venjulega bíla og er stærsta „Truckstop“ heims.
Iowa 80 Truckstop býður upp á átta veitingastaði, Wendy’s, Pizza Hut, Taco Bell, DQ, Orange Julius & Caribou og að sjálfsögðu Iowa 80 Kitchen. Að auki er boðið upp á verslun sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir vöruflutningabíla, rakarastofu, tannlæknastofu, kvikmyndahús, gæludýraþvott, sturtur, þvottahús, bensínstöðvar, líkamsræktarstöð s.s. algjört ævintýraland fyrir vörubílstjóra.
Matseðillinn hjá Iowa 80 er ekta amerískur matur, meatloaf, BLT, pulled pork, nautasteikur, fiskréttir, hamborgarar af öllum gerðum. Matseðilinn í heild sinni er hægt að skoða með því að
smella hér.
Vídeó
Í þessu myndbandi er hægt að sjá starfsemina hjá Iowa 80 Truckstop, sjón er sögu ríkari:
Í eftirfarandi myndbandi er hægt sjá verslunina sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir vöruflutningabíla og er virkilega flott verslun:
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý






