Frétt
Stærsta veitingahús fyrir vörubílstjóra afgreiðir fleiri þúsund máltíðir á dag
Iowa 80 Truckstop sem staðsett við hliðina á litlum bæ Walcott í Bandaríkjunum þjónustar að mestu vörubílstjóra og býður upp á nokkra veitingastaði og þar á meðal hjarta staðarins sjálfan veitingastaðinn Iowa 80 Truckstop.
Veitingastaðurinn opnaði árið 1964 og hefur verið opið alla daga síðan, allt árið í kring, dag og nótt. Við Iowa 80 Truckstop eru 900 bílastæði fyrir vöruflutningabíla og þar af 250 bílastæði fyrir venjulega bíla og er stærsta „Truckstop“ heims.
Iowa 80 Truckstop býður upp á átta veitingastaði, Wendy’s, Pizza Hut, Taco Bell, DQ, Orange Julius & Caribou og að sjálfsögðu Iowa 80 Kitchen. Að auki er boðið upp á verslun sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir vöruflutningabíla, rakarastofu, tannlæknastofu, kvikmyndahús, gæludýraþvott, sturtur, þvottahús, bensínstöðvar, líkamsræktarstöð s.s. algjört ævintýraland fyrir vörubílstjóra.
Matseðillinn hjá Iowa 80 er ekta amerískur matur, meatloaf, BLT, pulled pork, nautasteikur, fiskréttir, hamborgarar af öllum gerðum. Matseðilinn í heild sinni er hægt að skoða með því að smella hér.
Vídeó
Í þessu myndbandi er hægt að sjá starfsemina hjá Iowa 80 Truckstop, sjón er sögu ríkari:
https://www.youtube.com/watch?v=G5i20KQcN-c
Í eftirfarandi myndbandi er hægt sjá verslunina sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir vöruflutningabíla og er virkilega flott verslun:
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi