Frétt
Stærsta veitingahús fyrir vörubílstjóra afgreiðir fleiri þúsund máltíðir á dag
Iowa 80 Truckstop sem staðsett við hliðina á litlum bæ Walcott í Bandaríkjunum þjónustar að mestu vörubílstjóra og býður upp á nokkra veitingastaði og þar á meðal hjarta staðarins sjálfan veitingastaðinn Iowa 80 Truckstop.
Veitingastaðurinn opnaði árið 1964 og hefur verið opið alla daga síðan, allt árið í kring, dag og nótt. Við Iowa 80 Truckstop eru 900 bílastæði fyrir vöruflutningabíla og þar af 250 bílastæði fyrir venjulega bíla og er stærsta „Truckstop“ heims.
Iowa 80 Truckstop býður upp á átta veitingastaði, Wendy’s, Pizza Hut, Taco Bell, DQ, Orange Julius & Caribou og að sjálfsögðu Iowa 80 Kitchen. Að auki er boðið upp á verslun sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir vöruflutningabíla, rakarastofu, tannlæknastofu, kvikmyndahús, gæludýraþvott, sturtur, þvottahús, bensínstöðvar, líkamsræktarstöð s.s. algjört ævintýraland fyrir vörubílstjóra.
Matseðillinn hjá Iowa 80 er ekta amerískur matur, meatloaf, BLT, pulled pork, nautasteikur, fiskréttir, hamborgarar af öllum gerðum. Matseðilinn í heild sinni er hægt að skoða með því að smella hér.
Vídeó
Í þessu myndbandi er hægt að sjá starfsemina hjá Iowa 80 Truckstop, sjón er sögu ríkari:
Í eftirfarandi myndbandi er hægt sjá verslunina sem sérhæfir sig í varahlutum fyrir vöruflutningabíla og er virkilega flott verslun:
Mynd: skjáskot úr myndbandi

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora