Frétt
Spíran og Kokkarnir stærstu veitingaaðilarnir á LM2018
Landsmót hestamanna hófst í gær en mótið er haldið í Víðidal í Reykjavík og stendur yfir til 8. júlí næstkomandi. Þar verða á einum stað sýnd landsins fremstu kynbótahross og þar fer fram glæsileg gæðingakeppni og búast skipuleggjendur við 10.000 gestum á mótið.
Auk hestins, sem verður í algjöru aðalhlutverki, verður boðið upp á lifandi tónlist alla mótsdagana, sveitaböll og kántrýtónleika og þá verður markaðssvæði mótsins á sínum stað þar sem hægt verður að gera góð kaup. Auk þessa verður á svæðinu risaskjár þar sem hægt verður að fylgjast með útsendingum frá HM í knattspyrnu í Rússlandi, að því er fram kemur á heimasíðu Landsmóti hestamanna.
Maturinn skiptir miklu máli
Mikil áhersla er lögð á að þjónusta við gesti verði fyrsta flokks og þar skiptir matur miklu máli. Spíran og Kokkarnir eru stærstu veitingaaðilarnir á svæðinu með glæsilegan veitingastað í Reiðhöllinni í Víðidal, auk þess að elda mat fyrir starfsfólk mótsins. Spíran og Kokkarnir voru í sama hlutverki á Landsmóti hestamanna á Hólum 2016 og leystu það mjög vel.
Nú verður bætt um betur þar sem postulín og alvöru hnífapör leysa af pappadiska og plasthnífapör í veitingasalnum, sem mun draga verulega úr rusli sem fellur til á mótinu.
Að sögn Áskels Heiðars Ásgeirssonar framkvæmdastjóra mótsins er hann mjög ánægður með að vera búinn að ráða Rúnar Gíslason og hans góða fólk til að annast stærstu matsöluna á mótinu. Auk þeirra verða nokkrir smærri aðilar með fjölbreyttar veitingar til sölu, bæði í Reiðhöllinni og annars staðar á mótssvæðinu, en þeir aðilar verða kynntir á næstu dögum.
„Það var mikil ánægja með Rúnar og hans fólk á síðasta Landsmóti á Hólum, veitingarnar, verðlagið og þjónustuna. Það skiptir okkur miklu máli að hafa þessi mál áfram í góðu lagi“
segir Áskell Heiðar.
Rúnar Gíslason hjá Spírunni og Kokkunum segir að fjölbreytilegur og næringarríkur matur verði á boðstólnum þar sem gömul klassík eins kjötsúpa og kjöt í karrí mæti kjúklingi og rótargrænmeti. Það verður eitthvað fyrir alla og svo skemmir verðið ekki fyrir, eins og var á síðasta landsmóti.
Að auki er boðið upp á veitingar frá Burger Joint, Dirty burger & ribs, Fish & Chips matarvagninum, Bæjarins Beztu Pylsur svo fátt eitt sé nefnt.
Myndir: landsmot.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði