Frétt
Söfnuðu 7.5 milljónum til nauðstaddra í Myanmar
Árni þór Arnórsson fór á dögunum til Myanmar að taka þátt í Myanmar Tour For Humanity 2018. Það eru 10 ár síðan að voðafenginn fellibylur fór yfir borgina Myanmar og allt að 140.000 manns létu lífið og um 2.4 milljón manna urðu fyrir alvarlegum áhrifum fellibylsins.
Sjá einnig: Árni Þór til Myanmar
Árni situr í nefndinni World Chefs Without Borders á vegum heimssamtaka matreiðslumanna fyrir hönd Klúbbs matreiðslumeistara á Íslandi. Það voru um 60 matreiðslumenn frá 24 löndum sem tóku þátt í Myanmar verkefninu.
Verkefnið gekk út á það að gefa um 12.000 máltíðir á tveimur dögum. Einnig var gefið um 8500 pakka með nauðsynjum til nauðstaddra.
Sjá einnig: Hátíðarkvöldverður afgreiddur á pappadiskum
Einnig voru gefnar 150 töskur til munaðarlausra barna en hver taska innihélt skóladót, tannbursta sem Árni fékk hjá Ó. Johnson & Kaaber/Sælkeradreifingu ásamt tannkremi og ýmsu öðru.
Hver og einn þátttakandi greiddi sitt flug ásamt því að greiða þáttökugjald sem var 1000 evrur. Með söfnun og þátttökugjöldum söfnuðust um 7.5 milljón íslenskra króna. Peningarnir voru notaðir til að kaupa matvæli til nauðstaddra.
Árni sagði að ferðin hafi verið stórkostleg í alla staði og gefandi að fá að aðstoða fólk í við þessar aðstæður. Gert er ráð fyrir að svona ferð verði endurtekin á næsta ári og bíður Árni eftir tilkynningu um stað og tíma. Árni hvetur alla sem áhuga hafa að taka þátt í verkefni sem þessu.
Vídeó
Í meðfylgjandi myndbandi er hægt að horfa á Myanmar Tour For Humanity 2018. Myndbandið byrjar með kynningu á landinu, þar næst eru allir matreiðslumeistararnir kynntir (1:40) og að lokum ferðin sjálf (3:40) og má sjá Árna bregða fyrir í myndbandinu.
Heimasíða: www.worldchefswithoutborders.org
Facebook: /worldcwb
Myndir: úr einkasafni / Árni Þór
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Keppni6 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill