Vertu memm

Markaðurinn

Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir

Birting:

þann

Það var líf og fjör og margt um manninn á sýningarbás Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu í Laugardalshöll í gær.

Boðið var upp á veitingar framreiddar úr Rational ofni sem er þekktasta merki í þessum geira í dag.

Rational er þýskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða gufusteikingarofna, pönnur og fylghihluti fyrir veitingastaði og Stóreldhús. Jafnframt var sölustjóri frá Meiko sem skapað hefur sér sérstöðu sem sterkt vörumerki í framleiðslu á uppþvottavélum fyrir stóreldhús.

Jafnframt var boðið upp á hrista kokteila, lifandi tónlist og punkturinn yfir i-ið var síðan jólabjórinn frá Tuborg. Það verður aftur sama skemmtilega dagsráin í dag á bás Bako Verslunartækni sem staðsettur er á svæði Ö á sýningarsvæðinu.

Starfsfólk Bako Verslunartækni hlakkar til að hitta sem flesta úr geiranum og taka spjallið.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem fanga stemninguna frá gærdeginum á Bako Verslunartækni básnum.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið