Markaðurinn
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
Það var líf og fjör og margt um manninn á sýningarbás Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu í Laugardalshöll í gær.
Boðið var upp á veitingar framreiddar úr Rational ofni sem er þekktasta merki í þessum geira í dag.
Rational er þýskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða gufusteikingarofna, pönnur og fylghihluti fyrir veitingastaði og Stóreldhús. Jafnframt var sölustjóri frá Meiko sem skapað hefur sér sérstöðu sem sterkt vörumerki í framleiðslu á uppþvottavélum fyrir stóreldhús.
Jafnframt var boðið upp á hrista kokteila, lifandi tónlist og punkturinn yfir i-ið var síðan jólabjórinn frá Tuborg. Það verður aftur sama skemmtilega dagsráin í dag á bás Bako Verslunartækni sem staðsettur er á svæði Ö á sýningarsvæðinu.
Starfsfólk Bako Verslunartækni hlakkar til að hitta sem flesta úr geiranum og taka spjallið.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem fanga stemninguna frá gærdeginum á Bako Verslunartækni básnum.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Frétt5 dagar síðan
Roark Capital í samningaviðræðum um kaup á Dave’s Hot Chicken fyrir 1 milljarð dala