Markaðurinn
Snickers grautur – Uppskrift
Orkuríkur snickers grautur sem svíkur engan! Mér finnst snilld að byrja annasama daga á þessum graut ef mig vantar orku sem dugir mér lengi. Þegar ég geri hann fyrir krakkana mína þá sleppi ég einfaldlega próteinduftinu eða set smá kakó á móti haframjölinu.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS – Gott í matinn.
Innihald:
40 g haframjöl
20 g súkkulaðiprótein
150 ml kolvetnaskert hleðsla
smá salt
Toppur:
– 15 g hnetusmjör 1 msk.
Súkkulaði:
– 5 g kókosolía 1 tsk
– 5 g kakó 1 tsk
– 5 g hunang eða önnur sæta 1 tsk
Haframjölinu, próteinduftinu og hleðslunni blandað saman í glas eða krukku, best að láta þetta standa yfir nótt en það má líka láta grautinn bíða á borði í um hálftíma. Yfir þetta er svo sett hnetusmjör og að lokum súkkulaðið sem búið er til með því að blanda saman bræddri kókosolíu, hunangi og kakói. Sem skraut má setja nokkrar salthnetur ofan á.
Hægt að sjá uppskriftina hér.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar







