Markaðurinn
Snickers grautur – Uppskrift
Orkuríkur snickers grautur sem svíkur engan! Mér finnst snilld að byrja annasama daga á þessum graut ef mig vantar orku sem dugir mér lengi. Þegar ég geri hann fyrir krakkana mína þá sleppi ég einfaldlega próteinduftinu eða set smá kakó á móti haframjölinu.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS – Gott í matinn.
Innihald:
40 g haframjöl
20 g súkkulaðiprótein
150 ml kolvetnaskert hleðsla
smá salt
Toppur:
– 15 g hnetusmjör 1 msk.
Súkkulaði:
– 5 g kókosolía 1 tsk
– 5 g kakó 1 tsk
– 5 g hunang eða önnur sæta 1 tsk
Haframjölinu, próteinduftinu og hleðslunni blandað saman í glas eða krukku, best að láta þetta standa yfir nótt en það má líka láta grautinn bíða á borði í um hálftíma. Yfir þetta er svo sett hnetusmjör og að lokum súkkulaðið sem búið er til með því að blanda saman bræddri kókosolíu, hunangi og kakói. Sem skraut má setja nokkrar salthnetur ofan á.
Hægt að sjá uppskriftina hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF