Markaðurinn
Snickers grautur – Uppskrift
Orkuríkur snickers grautur sem svíkur engan! Mér finnst snilld að byrja annasama daga á þessum graut ef mig vantar orku sem dugir mér lengi. Þegar ég geri hann fyrir krakkana mína þá sleppi ég einfaldlega próteinduftinu eða set smá kakó á móti haframjölinu.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS – Gott í matinn.
Innihald:
40 g haframjöl
20 g súkkulaðiprótein
150 ml kolvetnaskert hleðsla
smá salt
Toppur:
– 15 g hnetusmjör 1 msk.
Súkkulaði:
– 5 g kókosolía 1 tsk
– 5 g kakó 1 tsk
– 5 g hunang eða önnur sæta 1 tsk
Haframjölinu, próteinduftinu og hleðslunni blandað saman í glas eða krukku, best að láta þetta standa yfir nótt en það má líka láta grautinn bíða á borði í um hálftíma. Yfir þetta er svo sett hnetusmjör og að lokum súkkulaðið sem búið er til með því að blanda saman bræddri kókosolíu, hunangi og kakói. Sem skraut má setja nokkrar salthnetur ofan á.
Hægt að sjá uppskriftina hér.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt5 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Frétt16 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Keppni5 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús