Markaðurinn
Snickers grautur – Uppskrift
Orkuríkur snickers grautur sem svíkur engan! Mér finnst snilld að byrja annasama daga á þessum graut ef mig vantar orku sem dugir mér lengi. Þegar ég geri hann fyrir krakkana mína þá sleppi ég einfaldlega próteinduftinu eða set smá kakó á móti haframjölinu.
Þessi uppskrift er gerð í samstarfi við MS – Gott í matinn.
Innihald:
40 g haframjöl
20 g súkkulaðiprótein
150 ml kolvetnaskert hleðsla
smá salt
Toppur:
– 15 g hnetusmjör 1 msk.
Súkkulaði:
– 5 g kókosolía 1 tsk
– 5 g kakó 1 tsk
– 5 g hunang eða önnur sæta 1 tsk
Haframjölinu, próteinduftinu og hleðslunni blandað saman í glas eða krukku, best að láta þetta standa yfir nótt en það má líka láta grautinn bíða á borði í um hálftíma. Yfir þetta er svo sett hnetusmjör og að lokum súkkulaðið sem búið er til með því að blanda saman bræddri kókosolíu, hunangi og kakói. Sem skraut má setja nokkrar salthnetur ofan á.
Hægt að sjá uppskriftina hér.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini







