Frétt
Snapchat veitingageirans á RCW – Hér er dagskrá hátíðarinnar
Reykjavík Cocktail Weekend hátíðin hófst í gær og stendur til sunnudagsins 4. febrúar, þar sem henni lýkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla bíó.
Íslandsmót Barþjóna í kvöld
Á kvöld fimmtudaginn 1. febrúar fer fram Íslandsmeistaramót Barþjóna í Gamla Bíó, en þar er keppt í tveimur flokkum, annars vegar Íslandsmeistaramóti barþjóna og mun sigurvegari þeirra keppni taka þátt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barþjóna sem fram fer á haustmánuðum. Hinsvegar er keppt í þema keppni sem nú verður haldin árlega og er þema Viskí-Diskó að þessu sinni.
Samhliða keppnunum munu allir helstu vín birgjar og framleiðendur kynna helstu stefnur og strauma í kokteila gerð á Íslandi í dag.
Það eru meðlimir í Barþjónaklúbbi íslands sem hafa veg og vanda af hátíðinni í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík.
Áhugasamir geta svo fylgst með hátíðinni á Snapchat, undir notendanafninu veitingageirinn
Dagskrá Reykjavík Cocktail Weekend 2018
Miðvikudagur:
- Kokteilar í Reykjavík Cocktail Weekend keppninni dæmdir á stöðunum sjálfum.
- Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn. OFF VENUE
- Pablo Diskóbar
OPNUNARPARTÝ á Pablo Diskóbar með Tanqueray, Campari og Moet – Kl 17-21.
- Pablo Diskóbar
- Aptotek
Beefeater London Night á Apótekinu – Smáréttir að hætti Apóteksins ásamt sérvöldum Beefeater Kokteilum. Jónmundur Þorsteinsson barþjónn og sigurvegari BeefeterMIXLDN 2017 hristir meðal annars sigurdrykkin sinn “Tresure of Laugardalur” og gefur gestum að smakka. DJ-SímonFKNDSM sér um tónlistina þetta kvöld.
Fimmtudagur:
- Gamla bíó / húsið opnar kl. 19
- Undankeppnir Íslandsmóta barþjóna
- Umboðsmenn með kynningar á vörum sínum
- Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn. OFF VENUE
- Petersen Svítan
Bombay PopUp á Petersen svítunni, Jóhann Jónasson og kokteilsérfræðingar Petersen svítunnar hrista í skemmtilega kokteila. Rósa og Haldór verða með lifandi tónlist frá kl.21 og svo mun DJ Árni Már klára kvöldið.
- Pablo Diskóbar
Fordrykkur á Pablo Diskóball, Keppendur í RCW keppninni fá frían Smirnoff Skyball kl 16
- Brass Kitchen
Gordons og Britvic bjóða upp í ljúffenga drykki á Brass Kitchen milli kl 18 og 21
- Bjórgarðurinn
Bjórinn mun flæða á Bjórgarðinum þar sem að yndislegir bjórkokteilar verða á boðstólnum, í boði Gull og Borg gleðin byrjar kl 17
- American Bar
Tango PopUp á American bar í kvöld, Matti Matt og Hreimur halda uppi stemmingu. 2fyrir1 af Bacardi Tango drykkjum
Föstudagur:
- Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn OFF VENUE
- Slippbarinn
Beefefater Pop-up seðill. Nýmóðins Beefeater drykkir ásamt klassíkerum Slippbarsins í gegnum árin. DJ-Bragi Sér um stemmninguna.
- Geiri Smart – Hilton Reykjavík Canopy
Brennivín verður á Canoby hotel á Hverfisgötu og munu barþjónar Geira Smart Galdra fram ljúffenga Brennivínskokteila
- Nora
Bacardi PopUp á Nora í kvöld. Kokteilsérfræðingurinn Tekla Þorsteins bjó til Bacardi kokteilsseðil kvöldins og mun DJ Símon sjá um músikina. - Argentína Steikhús
Pop-up Carnival Kokteilseðill með Captain Morgan, Patron Tequila og Tito´s Vodka.
- Hard Rock Café
Hard Rock bíður öllum matargestum sínum upp á Smirnoff Skyball á ofur föstudagstilboði
- Bjórgarðurinn
Bjórinn mun flæða á Bjórgarðinum þar sem að Bjórkokteilar verða á yndislegir bjórkokteilar verða á boðstólnum, í boði Gull og Borg gleðin byrjar kl 17 - American bar
Jack Friday á American bar, Jack Daniels kokteilar á sannkölluðu föstudagsverð
- Hlemmur Squere
Hlemmur Square verður með matarpörun á Gordons kokteilum og ljúffengum Tapas réttum frá Pulsa milli kl 18 og 20
- Petersen Svítan
Petersen Svítan – Kokteilsérfræðingar Petersen svítunnar verða með Finlandia popup í kvöld frá kl.22 og til lokunnar.
Laugardagur:
- Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn.
- Apótek
Apótek Restaurant fer í labbitúr og býður upp á Johnnie Walker Black Label kokteila eða Jonna stél á frábæru verði stuðið byrjar kl 17
- Argentína steikhús
Steik og Woodford kokteilar á Argentínu, Kokteilsérfræðingar Argentínu settu saman skemmtilegan Woodford seðil sem verður á sérstöku RCW verði í kvöld.
- American Bar
American Bar býður upp á sturlaða gleði í samstarfi við Smirnoff Skyball á öðru leveli ásamt Thomas Henry frá kl 21
- Slippbarinn
Barþjónar Slippbarsins galdra fram Johnnie Walker kokteila eins og þeim einum er lagið frá kl
- Hard Rock
Malibu kokteilakvöld. Frábær matur og Malibu kokteilar á frábæru verði.
- Bar Ananas
Back to Cuba, Bacardi Mojito kvöld á Bar Ananas í kvöld. 4 Mismunandi tegundir af Mojito á veskisvænu verði.
Sunnudagur:
- Gamla bíó / 14:00-16:00
- Úrslit í Íslandsmóti, þema keppni og kokteill Reykjavík Cocktail Weekend kunngjörður
- Gamla bíó / 19:00 – 24:00
- Kvöldverður og partý
- Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn. OFF VENUE
- Pablo Diskóbar
Fordrykkur á Pablo Diskóball, Keppendur í RCW keppninni fá frían Smirnoff Skyball kl 16 - Petersen Svítan
Erpur Eyvindarson verður með Havana Club Romm Masterclass/uppistand á Petersen svítunni á milli kl 17.30-19 á sunnudeginum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði