Vertu memm

Keppni

Snæbjörn sigraði í frönsku keppninni Mondial des Chefs – Vídeó

Birting:

þann

Snæbjörn Kristjánsson

Snæbjörn Kristjánsson með íslenska fánann

Snæbjörn Kristjánsson

Snæbjörn með vinnings aðalréttinn; Lambakótelettur í kryddjurtaraspi

Snæbjörn Kristjánsson sigraði í matreiðslukeppninni Mondial des Chefs sem fram fór í París í Frakklandi í dag.

Þar fór fram matreiðslukeppni milli matreiðslumanna sem starfa í opinberum eldhúsum, skólum, stofnunum og mötuneytum.

Keppendur þurftu að elda fyrir 10 manns, Lambahrygg í aðalrétt og eftirrétt þar sem möndlur áttu að vera í aðalhlutverki.

Úrslitin voru:

1. sæti – Ísland, Snæbjörn Kristjánsson
2. sæti – Frakkland, Ghislain Moureaux
3. sæti – Indland, Shehrezad Kapadia

Vinningsmatseðillinn hjá Snæbirni var:

Lamb á 2 vegu. Lambakótelettur í kryddjurtaraspi og léttsteikt lambafille með lerkisveppa-byggotto, sætum kartöflum, aspas og soðsósu. Volg hindberjakaka með fullt af möndlum, hunangsrjóma, hindberjasósu og súkkulaðikremi.

Freisting heyrði í Snæbirni þegar úrslitin voru klár og var hann að vonum ánægður með sigurinn og hversu vel gekk. Sérstaklega var gaman að sigra Frakkana á heimavelli sagði hann.

Myndband frá keppninni:

Verðlauna Uppskriftir

Með fylgja uppskriftir af verðlaunaréttunum:

Lambahryggur með íslensku bankabyggi og íslenskum lerkisveppum

Fyrir 10 manns

  • 3 kg lambahryggur
  • 300 g bankabygg
  • 200 g lerkisveppir
  • 100 g skalottlaukur
  • 1 l lambasoð
  • 200 ml rjómi
  • 100 ml hvítvín
  • 50 g hvítlaukur
  • 200 g panko brauðraspur
  • 50 g timian
  • 50 g steinselja
  • 50 g basil
  • 3 egg
  • Salt og pipar
  • 4 sætar kartöflur
  • 1 bökunarkartafla
  • 30 kirsuberjatómatar
  • 30 smá aspas
  • 20 perlulaukar
  • 100 g smjör

Aðferð

  1. Úrbeinið lambahrygginn, búið til kótilettur og fituhreinsið restina af fillet-inu.
  2. Sjóðið bankabyggið í 45 mínútur og geymið til hliðar.
  3. Skerið sætu kartöfluna í teninga og bakið í olíu við 120°C í 30 mínútur.
  4. Búið til kartöflumús úr bökunarkartöflunni og sprautið ræmu á sætu kartöfluna.
  5. Eldið tómatana, aspasinn og perlulaukinn, og raðið ofan á sætu kartöfluna.
  6. Steikið skalottlaukinn, sveppina, og hvítlaukinn í potti, setjið hvítvín og rjóma út á og síðan byggið, látið sjóða í ca. 5 mínútur.
  7. Þykkið lambasoðið og bragðbætið með smjöri og salti og pipar.
  8. Búið til kryddjurtaolíu úr steinseljunni, timianinu, basilinu og olíunni, setjið kryddjurtaolíuna út í raspinn og pannerið kótiletturnar upp úr eggjunum og kryddjurtaraspinum, steikið þær á pönnu, ásamt fillet-inu.
  9. Bakið lambið í ofni, ásamt sætu karöflunni, og setjið á diska ásamt bygginu og sósunni

Hindberja-möndlubaka með hunangsrjóma

Fyrir 10 manns

Botn:

  • 225 g hafrakex
  • 50 g kókosmjöl
  • 25 g súkkulaðispænir
  • 50 g smjör
  • 50 g púðursykur
  • 2 teskeiðar kanill

Deig:

  • 250 g smjör
  • 250 g flórsykur
  • 250 g möndluflögur
  • 4 egg
  • 50 g hveiti
  • Börkur af einni sítrónu

Sett ofan á:

  • 1 kg hindber
  • 300 ml rjómi
  • 50 g hunang
  • 200 g súkkulaðikrem (nutella)
  • 50 g flórsykur

Aðferð:

  1. Búið til botninn og setjið í botninn á skálunum.
  2. Búið til deigið og sprautið ofan á botninn í skálunum. Setjið 6 hindber ofan á.
  3. Bakið skálarnar í 180 gráðu heitum ofni í 14 mínútur.
  4. Búið til hindberjasósu úr hindberjum og flórsykrinum.
  5. Þeytið rjómann og bragðbætið með hunangi og kanil.
  6. Setjið skálarnar á diska og skreytið með hindberjasósunni, hunangsrjómanum, súkkulaðikremi og hindberjum.

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið