Viðtöl, örfréttir & frumraun
Snæbjörn eldar um 300 skólamáltíðir á dag – Býður upp á ekta íslenskan mat
Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari hefur hafið störf hjá grunnskólanum Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
Þar eldar Snæbjörn fyrir skólabörnin ásamt því að sjá um að elda matinn fyrir leikskólann Krummakot og honum til aðstoðar eru Sigríður Benjamínsdóttir matartæknir og Ásta G. Sveinsdóttir.
Einfaldur og góður ekta íslenskur matur er á boðstólnum og má þar nefna pönnusteiktan fisk, soðna ýsu, lambalifur, kjötbollur og soðið slátur. Um 300 máltíðir eru eldaðar á dag og að auki er ávaxtastund um morguninn fyrir krakkana.
Snæbjörn lærði fræðin sín í mötuneyti MA, starfaði í Kaupmannahöfn í 1 ár, var á Fiðlaranum í 14 ár, Þýskalandi í 1 ár, Bandaríkin í ½ ár. Starfaði síðan á mötuneyti MA í 12 ár, fór á sjóinn sem kokkur í 2 ár. Vann hjá Kjarnafæði í 2 ár, og svo nú á Hrafnagilsskóla.
Til gamans má geta að Snæbjörn sigraði í matreiðslukeppninni Mondial des Chefs sem fram fór í París í Frakklandi árið 2012.
Sjá einnig: Snæbjörn sigraði í frönsku keppninni Mondial des Chefs – Vídeó
Keppendur voru matreiðslumenn sem störfuðu í opinberum eldhúsum, skólum, stofnunum og mötuneytum.
Snæbjörn þurfti að elda fyrir 10 manns í keppninni, Lambahrygg í aðalrétt og eftirrétt þar sem möndlur áttu að vera í aðalhlutverki, sjá uppskriftir hér.
Við óskum Snæbirni velfarnaðar í nýju starfi.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?













