Viðtöl, örfréttir & frumraun
Snæbjörn eldar um 300 skólamáltíðir á dag – Býður upp á ekta íslenskan mat
Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari hefur hafið störf hjá grunnskólanum Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.
Þar eldar Snæbjörn fyrir skólabörnin ásamt því að sjá um að elda matinn fyrir leikskólann Krummakot og honum til aðstoðar eru Sigríður Benjamínsdóttir matartæknir og Ásta G. Sveinsdóttir.
Einfaldur og góður ekta íslenskur matur er á boðstólnum og má þar nefna pönnusteiktan fisk, soðna ýsu, lambalifur, kjötbollur og soðið slátur. Um 300 máltíðir eru eldaðar á dag og að auki er ávaxtastund um morguninn fyrir krakkana.
Snæbjörn lærði fræðin sín í mötuneyti MA, starfaði í Kaupmannahöfn í 1 ár, var á Fiðlaranum í 14 ár, Þýskalandi í 1 ár, Bandaríkin í ½ ár. Starfaði síðan á mötuneyti MA í 12 ár, fór á sjóinn sem kokkur í 2 ár. Vann hjá Kjarnafæði í 2 ár, og svo nú á Hrafnagilsskóla.
Til gamans má geta að Snæbjörn sigraði í matreiðslukeppninni Mondial des Chefs sem fram fór í París í Frakklandi árið 2012.
Sjá einnig: Snæbjörn sigraði í frönsku keppninni Mondial des Chefs – Vídeó
Keppendur voru matreiðslumenn sem störfuðu í opinberum eldhúsum, skólum, stofnunum og mötuneytum.
Snæbjörn þurfti að elda fyrir 10 manns í keppninni, Lambahrygg í aðalrétt og eftirrétt þar sem möndlur áttu að vera í aðalhlutverki, sjá uppskriftir hér.
Við óskum Snæbirni velfarnaðar í nýju starfi.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni16 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati