Vertu memm

Frétt

Smurbrauðið frá Jómfrúnni fékk lögreglufylgd

Birting:

þann

Jómfrúin

H.C. Andersen leverpostej frá Jómfrúnni
Rúgbrauð með smjöri, stökku beikoni, lifrakæfu, púrtvínshlaup, piparrót og steinselja

Lögreglan þurfti að opna fyrir umferð í miðbæ Reykjavíkur í gær, þar sem fram fóru hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis fullveldis þjóðarinnar, svo veitingahúsið Jómfrúin gæti komið smurbrauði, svokölluðu smørrebrød, í samkvæmi þar sem Margrét Þórihildur Danadrottning var gestur.

Jómfrúin

Rauðspretta að hætti Jómfrúarinnar
Rúgbrauð með smjöri, steikt rauðspretta, remúlaði, laxarós m/ kavíar rækjum, spergli og sítrónu

Jakob E. Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar og annar eigenda veitingahússins, segist hafa óskað eftir aðstoð lögreglu við að koma snittunum örugglega úr miðbænum og í samkvæmið.

„Hún fékk úrval af því besta, átta tegundir af svokölluðum canopy-kokteilsnittum,“

segir Jakob ísamtali við RÚV.

Drottningin hafi fengið úrval smurbrauða, þar á meðal snittur með reyktum ál, boeuf tartar, gorgonzola og silungahrognum, lúxusskinku með camenbert-osti, roastbeef með remúlaði og steiktum lauk og svo H.C. Andersens-leverpostej.

Jómfrúin

Jómfrúin býður upp á mikið úrval af dönsku smurbrauði í bland við klassíska danska og skandinavíska aðalrétti.

Jakob segir að mikið var að gera hjá veitingamönnum í miðbænum í gær, en fyrir tilstuðlan dönsku konungshallarinnar hafi verið hægt að útbúa smurbrauðið fyrir drottninguna.

Og fær drottningin sérkjör eða borgar hún eins og almúginn?

„Alt har sin pris!. Nú vonum við að við fáum símatal frá ritara hallarinnar um að við séum godtkent Leverandør til Det Kongelige Hof.“

svarar Jakob að lokum í samtali við RÚV.

Myndir: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið