Frétt
Smurbrauðið frá Jómfrúnni fékk lögreglufylgd
Lögreglan þurfti að opna fyrir umferð í miðbæ Reykjavíkur í gær, þar sem fram fóru hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis fullveldis þjóðarinnar, svo veitingahúsið Jómfrúin gæti komið smurbrauði, svokölluðu smørrebrød, í samkvæmi þar sem Margrét Þórihildur Danadrottning var gestur.
Jakob E. Jakobsson, framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar og annar eigenda veitingahússins, segist hafa óskað eftir aðstoð lögreglu við að koma snittunum örugglega úr miðbænum og í samkvæmið.
„Hún fékk úrval af því besta, átta tegundir af svokölluðum canopy-kokteilsnittum,“
segir Jakob ísamtali við RÚV.
Drottningin hafi fengið úrval smurbrauða, þar á meðal snittur með reyktum ál, boeuf tartar, gorgonzola og silungahrognum, lúxusskinku með camenbert-osti, roastbeef með remúlaði og steiktum lauk og svo H.C. Andersens-leverpostej.
Jakob segir að mikið var að gera hjá veitingamönnum í miðbænum í gær, en fyrir tilstuðlan dönsku konungshallarinnar hafi verið hægt að útbúa smurbrauðið fyrir drottninguna.
Og fær drottningin sérkjör eða borgar hún eins og almúginn?
„Alt har sin pris!. Nú vonum við að við fáum símatal frá ritara hallarinnar um að við séum godtkent Leverandør til Det Kongelige Hof.“
svarar Jakob að lokum í samtali við RÚV.
Myndir: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir