Markaðurinn
Smákökusamkeppni KORNAX verður rafræn í ár
Smákökusamkeppni Kornax þekkja orðið flestir og á mörgum heimilum hefur skapast sú hefð að taka þátt í henni á hverju ári í aðdraganda jólanna.
Þar sem að keppnin er svo stór partur af jólahefðinni hjá okkur í Kornax, viljum við ekki aflýsa henni þetta árið vegna aðstæðna, heldur ætlum við að hafa hana með öðru sniði en verið hefur undanfarin ár.
Þetta árið óskum við eftir að fá sendar uppskriftir ásamt mynd af uppáhaldssmákökunum þínum á netfangið [email protected] fyrir 12.nóvember eða með pósti á Lífland/Kornax – merkt Smákökusamkeppni Kornax, Brúarvogur 1-3, 104 Reykjavík.
Allar uppskriftir sem berast verða settar í pott og dregnar út tíu uppskriftir. Af þeim velur dómnefnd fimm girnilegustu kökurnar til bökunar.
Sylvía Haukdal kökumeistari mun sjá um að baka þær kökur sem valdar verða og hægt verður að fylgjast með bakstrinum í Story á Facebook síðu Kornax og Instagram og í Story hjá Sylvíu Haukdal dagana 16.-20.nóvember.
Þann 20. nóvember mun dómnefnd skera úr um hvaða kaka verður jólasmákaka Kornax í ár. Úrslit verða tilkynnt sama dag á FB síðu Kornax og á Bylgjunni.
Öllum áhugabökurum, stórum sem smáum er heimil þátttaka og því upplagt að taka fram gömlu góðu uppskriftirnar hennar ömmu eða mömmu og rifja upp þína uppáhalds smáköku.
Hugsanlega þarf að breyta uppskriftunum eða bæta í þær girnilegu hráefni frá Nóa Síríus sem gerir bara gott betra.
Reglur í keppninni
– Jólasmákaka Kornax verður að innihalda bæði Kornax hveiti og vörur að eigin
vali frá Nóa Síríus.
– Uppskriftinni þarf að fylgja góð ljósmynd af smákökunni.
– Heimilt er að senda fleiri en eina uppskrift
Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin frá okkar frábæru samstarfsaðilum
1. Sæti
Rafland – KitchenAid hrærivél
Nettó – Gjafakort að upphæð 40.000kr
Hótel B59 – Gisting fyrir tvo ásamt morgunverði og aðgangi að Lóu heilsulind
Apótekið veitingahús- Gjafakort að upphæð 20.000kr
Nói Síríus- Vegleg gjafakarfa
Óskaskrín – Glaðningur fyrir tvo
Kornax- Hveiti í baksturinn
Nesbú- Hamingjuegg í baksturinn
2. Sæti
Nettó – Gjafakort að upphæð 30.000kr
Apótekið veitingahús- Gjafakort í Afternoon tea fyrir tvo
Nói Síríus- Vegleg gjafakarfa
Kornax- Hveiti í baksturinn
Nesbú- Hamingjuegg í baksturinn
3. Sæti
Nettó – gjafakort að upphæð 20.000kr
Nói Síríus vegleg gjafakarfa
Kornax hveiti í baksturinn
Nesbú- Hamingjuegg í baksturinn
Dómarar :
– Sylvía Haukdal – Pastry Chef frá Le Cordon Bleu og annar eigandi Bake me a wish
– Auðjón Guðmundsson – Framkvæmdastjóri Markaðs og sölusviðs Nóa Sírius
– Jóhannes Freyr Baldursson deildarstjóri matvælasviðs Kornax“
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann