Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Slippurinn lokar | Starfsmenn flakka um alla eyjuna að tína jurtir

Birting:

þann

Slippurinn í Vestmannaeyjum

Slippurinn er við höfnina í Vestmannaeyjum þar sem matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson og systir hans Indiana Auðunsdóttir ásamt fjölskyldu þeirra standa að baki

Í gær var lokað hjá Slippnum í hádeginu og einnig verður lokað næstu tvo daga vegna viðhalds og undirbúningi og opna aftur fyrir þjóðhátíðina miklu sem hefst næstkomandi helgi.

Starfsmenn sitja samt ekki auðum höndum heldur flakka þau um alla eyjuna að tína jurtir og fleira til þess að nota á matseðil Slippsins.

ef þú lumar á garði sem er fullur af fallegum hundasúrum, góðum lakkrískerfil eða flottum rabbabara sem þú vilt losna við – endilega láttu okkur vita

, segir í tilkynningu á facebook síðu Slippsins.

Mynd: af instagram síðu Slippsins.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið