Smári Valtýr Sæbjörnsson
Slippbarinn mun troða upp hér og þar og út um allan bæ
Á Slippbarnum verður skemmtilegur viðburður næstkomandi föstudag, en þessi viðburður er sá fyrsti í seríu þar sem Slippbarinn mun troða upp hér og þar og út um allan bæ, ákveðnir PopUp viðburðir.
Starfsmenn munu hefja leik innandyra á Slippbarnum á efri hæðinni eins og áður sagði næstkomandi föstudag 11. júlí með sérstökum seðli en aðal áherslan er á að kynna nýjan vínkil á kokteilstefnu Slippbarsins.
Boðið verður upp á lifandi tónlist, léttan smakk matseðil þar sem gestir fá að bragða á vinsælustu réttum Slippbarsins.
PopUp matseðillinn, ásamt lystauka og kokteil í fordrykk, er aðeins á 4990 kr.
Borðapantarnir í síma 5608080 eða á slippbarinn@icehotels.is
Hér er að neðan er myndband af ferðabarnum Slippbarsins sem getur poppað upp hvar sem er:
Mynd: Skjáskot úr myndbandi.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Noma snýr heim frá Japan – Tímabil hafsins komið í fullan gang
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útspil fyrir bolludaginn – Kanilsnúða- og bolluveisla í einum bita
-
Markaðurinn4 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt2 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt3 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar