Markaðurinn
Skyrkaka með Nóakroppi
Innihald
Botn
150 g kanilkex
100 g Síríus Nóakropp
40 g smjör (brætt)
Skyrkaka og toppur
650 g bláberja- og jarðarberjaskyr
600 ml rjómi
Síríus Nóakropp
Auglýsing
Leiðbeiningar
Setjið kex og Nóakropp í blandara/matvinnsluvél og blandið þar til áferðin minnir á sand.
Hellið kexblöndunni í skál og bræddu smjöri yfir, blandið vel og skiptið niður í botninn á glösunum, leyfið að kólna niður á meðan annað er undirbúið.
Stífþeytið rjómann og hrærið skyrinu varlega saman við með sleikju.
Skiptið niður í glösin og sléttið úr.
Toppið með vel af Nóakroppi og kannski líka fersku blómi ef við viljið.
Gott er að kæla skyrkökuna í að minnsta kosti klukkustund áður en hennar er notið.

-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars