Freisting
Skyrið hans Sigga selst vel í Bandaríkjunum (Myndband)
Maður er nefndur Sigurður Hilmarsson. Fyrirtæki hans framleiðir og selur skyr í ýmsum bragðtilbrigðum í Bandaríkjunum undir vörumerkinu Siggi´s skyr. Síðustu misserin hefur velgengni þessa vörumerkis vaxið mjög og til marks um það má nefna að áætlað er að það muni hala inn um sex milljónir dollara á þessu ári vegna sölu vítt og breitt um Bandaríkin, m.a. í Whole Foods verslunarkeðjunni.
Á vefmiðlinum foxbusiness.com var nýverið birt myndband með viðtali við Sigurð þar sem fram kemur að hann hafi sem námsmaður í New York borg árið 2004 farið að farið að gera tilraunir með skyr- og jógúrtframleiðslu.
Ári síðar er varan tilbúin og árið 2006 byrjar hann að selja skyrið sitt á sveitamarkaði í upphéraði New York ríkis. Hjólin fara fyrir alvöru að snúast árið 2007 þegar hann kynnist fyrir tilviljun starfsmanni Whole Foods verslunarkeðjunnar og strax árið eftir er Siggi´s skyr farið að sjást þar í hillum.
Hér að neðan er viðtalið við Sigurð.
www.skyr.com
Greint frá í Bændablaðinu
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni8 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi





