Freisting
Skyrið hans Sigga selst vel í Bandaríkjunum (Myndband)
Maður er nefndur Sigurður Hilmarsson. Fyrirtæki hans framleiðir og selur skyr í ýmsum bragðtilbrigðum í Bandaríkjunum undir vörumerkinu Siggi´s skyr. Síðustu misserin hefur velgengni þessa vörumerkis vaxið mjög og til marks um það má nefna að áætlað er að það muni hala inn um sex milljónir dollara á þessu ári vegna sölu vítt og breitt um Bandaríkin, m.a. í Whole Foods verslunarkeðjunni.
Á vefmiðlinum foxbusiness.com var nýverið birt myndband með viðtali við Sigurð þar sem fram kemur að hann hafi sem námsmaður í New York borg árið 2004 farið að farið að gera tilraunir með skyr- og jógúrtframleiðslu.
Ári síðar er varan tilbúin og árið 2006 byrjar hann að selja skyrið sitt á sveitamarkaði í upphéraði New York ríkis. Hjólin fara fyrir alvöru að snúast árið 2007 þegar hann kynnist fyrir tilviljun starfsmanni Whole Foods verslunarkeðjunnar og strax árið eftir er Siggi´s skyr farið að sjást þar í hillum.
Hér að neðan er viðtalið við Sigurð.
www.skyr.com
Greint frá í Bændablaðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík





