Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Skúrinn flytur og Skipperinn opnar

Aðalgata 25 í Stykkishólmi.
Eftir að rekstri verslunarinnar Bensó var hætt um miðjan september s.l. ákváðu eigendur Skúrsins að flytja alla starfsemi þangað.
Mynd: skjáskot af google korti.
Veitingastaðurinn Skúrinn var opnaður á nýjum stað við Aðalgötu 25 í Stykkishólmi mánudaginn 4. nóvember síðastliðinn. Eftir að rekstri verslunarinnar Bensó var hætt um miðjan september ákváðu eigendur Skúrsins að flytja alla starfsemi þangað, en hún hafði fram að þeim tíma verið á tveimur stöðum í bænum.
„Við erum ánægð með flutninginn,“
segir Arnþór Pálsson, einn fjögurra eigenda Skúrsins, í samtali við Skessuhorn.
Opnuðu barinn Skipperinn í Stykkishólmi
Hjónin Hreiðar Már Jóhannesson og Hulda Hildibrandsdóttir hafa opnað barinn Skipperinn að Þvervegi 2 í Stykkishólmi. Barinn var opnaður á laugardaginn, 9. nóvember síðastliðinn. Hreiðar segir að um algera skyndiákvörðun hafi verið að ræða hjá þeim hjónum.
„Það var annað hvort að ég færi aftur á sjóinn eða myndi búa mér til heilsársvinnu,“
segir Hreiðar í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um Skipperinn hér.

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum