Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Skúrinn flytur og Skipperinn opnar
![Skúrinn í Stykkishólmi](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2019/11/skurinn-adalgata-25-1024x643.jpg)
Aðalgata 25 í Stykkishólmi.
Eftir að rekstri verslunarinnar Bensó var hætt um miðjan september s.l. ákváðu eigendur Skúrsins að flytja alla starfsemi þangað.
Mynd: skjáskot af google korti.
Veitingastaðurinn Skúrinn var opnaður á nýjum stað við Aðalgötu 25 í Stykkishólmi mánudaginn 4. nóvember síðastliðinn. Eftir að rekstri verslunarinnar Bensó var hætt um miðjan september ákváðu eigendur Skúrsins að flytja alla starfsemi þangað, en hún hafði fram að þeim tíma verið á tveimur stöðum í bænum.
„Við erum ánægð með flutninginn,“
segir Arnþór Pálsson, einn fjögurra eigenda Skúrsins, í samtali við Skessuhorn.
Opnuðu barinn Skipperinn í Stykkishólmi
Hjónin Hreiðar Már Jóhannesson og Hulda Hildibrandsdóttir hafa opnað barinn Skipperinn að Þvervegi 2 í Stykkishólmi. Barinn var opnaður á laugardaginn, 9. nóvember síðastliðinn. Hreiðar segir að um algera skyndiákvörðun hafi verið að ræða hjá þeim hjónum.
„Það var annað hvort að ég færi aftur á sjóinn eða myndi búa mér til heilsársvinnu,“
segir Hreiðar í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um Skipperinn hér.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita