Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Skúrinn flytur og Skipperinn opnar

Aðalgata 25 í Stykkishólmi.
Eftir að rekstri verslunarinnar Bensó var hætt um miðjan september s.l. ákváðu eigendur Skúrsins að flytja alla starfsemi þangað.
Mynd: skjáskot af google korti.
Veitingastaðurinn Skúrinn var opnaður á nýjum stað við Aðalgötu 25 í Stykkishólmi mánudaginn 4. nóvember síðastliðinn. Eftir að rekstri verslunarinnar Bensó var hætt um miðjan september ákváðu eigendur Skúrsins að flytja alla starfsemi þangað, en hún hafði fram að þeim tíma verið á tveimur stöðum í bænum.
„Við erum ánægð með flutninginn,“
segir Arnþór Pálsson, einn fjögurra eigenda Skúrsins, í samtali við Skessuhorn.
Opnuðu barinn Skipperinn í Stykkishólmi
Hjónin Hreiðar Már Jóhannesson og Hulda Hildibrandsdóttir hafa opnað barinn Skipperinn að Þvervegi 2 í Stykkishólmi. Barinn var opnaður á laugardaginn, 9. nóvember síðastliðinn. Hreiðar segir að um algera skyndiákvörðun hafi verið að ræða hjá þeim hjónum.
„Það var annað hvort að ég færi aftur á sjóinn eða myndi búa mér til heilsársvinnu,“
segir Hreiðar í samtali við Skessuhorn sem fjallar nánar um Skipperinn hér.
-
Bocuse d´Or20 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin





