Uppskriftir
Skúffukaka (brún)
Þegar strákarnir mínir voru litlir þá var þessi skúffukaka þeirra uppáhalds og hef ég ekki bakað hana í yfir 20.ár en þar sem ömmuprinsessan mín varð 1.árs núna þann 27.mars þá var hún bökuð og skreytt. Enn jafn góð.
2 1/2 bolli hveiti
1 1/2 bolli sykur
1/2 bolli kakó
1 bolli mjólk
2.stk egg
100.gr brætt smjörlíki (kælt aðeins)
1.tsk lyftiduft
1.tsk matarsódi
1/2 salt
1/2 dl soðið vatn
Hrærið allt vel saman og setjið blönduna í ofnskúffu eða form að eigin vali.
Bakist við 200°c í 15-20 mínútur (ágætt að stinga gaffli í miðju kökunnar til að sjá hvort hún sé tilbúin og ef hann kemur þurr þá er hún tilbúin).
Ég notaði að þessu sinni tvö álform og setti í þau bökunarpappír svo auðvelt væri að taka þau úr og gerði ég tvær uppskriftir fyrir þau, ein uppskrift fyrir hvert form svo það sé nú alveg á hreinu.
Súkkulaði ofan á kökuna:
250 gr flórsykur
25 gr kakó
1 stk egg
1 msk smjör eða olía, ég notaði olíu (bætið við aðeins af henni ef ykkur finnst vanta smá meiri vökva.
Skreytið að vild.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni6 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana