Uppskriftir
Skúffukaka (brún)
Þegar strákarnir mínir voru litlir þá var þessi skúffukaka þeirra uppáhalds og hef ég ekki bakað hana í yfir 20.ár en þar sem ömmuprinsessan mín varð 1.árs núna þann 27.mars þá var hún bökuð og skreytt. Enn jafn góð.
2 1/2 bolli hveiti
1 1/2 bolli sykur
1/2 bolli kakó
1 bolli mjólk
2.stk egg
100.gr brætt smjörlíki (kælt aðeins)
1.tsk lyftiduft
1.tsk matarsódi
1/2 salt
1/2 dl soðið vatn
Hrærið allt vel saman og setjið blönduna í ofnskúffu eða form að eigin vali.
Bakist við 200°c í 15-20 mínútur (ágætt að stinga gaffli í miðju kökunnar til að sjá hvort hún sé tilbúin og ef hann kemur þurr þá er hún tilbúin).
Ég notaði að þessu sinni tvö álform og setti í þau bökunarpappír svo auðvelt væri að taka þau úr og gerði ég tvær uppskriftir fyrir þau, ein uppskrift fyrir hvert form svo það sé nú alveg á hreinu.
Súkkulaði ofan á kökuna:
250 gr flórsykur
25 gr kakó
1 stk egg
1 msk smjör eða olía, ég notaði olíu (bætið við aðeins af henni ef ykkur finnst vanta smá meiri vökva.
Skreytið að vild.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






