Uppskriftir
Skúffukaka (brún)
Þegar strákarnir mínir voru litlir þá var þessi skúffukaka þeirra uppáhalds og hef ég ekki bakað hana í yfir 20.ár en þar sem ömmuprinsessan mín varð 1.árs núna þann 27.mars þá var hún bökuð og skreytt. Enn jafn góð.
2 1/2 bolli hveiti
1 1/2 bolli sykur
1/2 bolli kakó
1 bolli mjólk
2.stk egg
100.gr brætt smjörlíki (kælt aðeins)
1.tsk lyftiduft
1.tsk matarsódi
1/2 salt
1/2 dl soðið vatn
Hrærið allt vel saman og setjið blönduna í ofnskúffu eða form að eigin vali.
Bakist við 200°c í 15-20 mínútur (ágætt að stinga gaffli í miðju kökunnar til að sjá hvort hún sé tilbúin og ef hann kemur þurr þá er hún tilbúin).
Ég notaði að þessu sinni tvö álform og setti í þau bökunarpappír svo auðvelt væri að taka þau úr og gerði ég tvær uppskriftir fyrir þau, ein uppskrift fyrir hvert form svo það sé nú alveg á hreinu.
Súkkulaði ofan á kökuna:
250 gr flórsykur
25 gr kakó
1 stk egg
1 msk smjör eða olía, ég notaði olíu (bætið við aðeins af henni ef ykkur finnst vanta smá meiri vökva.
Skreytið að vild.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti