Vertu memm

Uppskriftir

Skúffukaka (brún)

Birting:

þann

Skúffukaka

Þegar strákarnir mínir voru litlir þá var þessi skúffukaka þeirra uppáhalds og hef ég ekki bakað hana í yfir 20.ár en þar sem ömmuprinsessan mín varð 1.árs núna þann 27.mars þá var hún bökuð og skreytt. Enn jafn góð.

2 1/2 bolli hveiti
1 1/2 bolli sykur
1/2 bolli kakó
1 bolli mjólk
2.stk egg
100.gr brætt smjörlíki (kælt aðeins)
1.tsk lyftiduft
1.tsk matarsódi
1/2 salt
1/2 dl soðið vatn

Hrærið allt vel saman og setjið blönduna í ofnskúffu eða form að eigin vali.
Bakist við 200°c í 15-20 mínútur (ágætt að stinga gaffli í miðju kökunnar til að sjá hvort hún sé tilbúin og ef hann kemur þurr þá er hún tilbúin).

Ég notaði að þessu sinni tvö álform og setti í þau bökunarpappír svo auðvelt væri að taka þau úr og gerði ég tvær uppskriftir fyrir þau, ein uppskrift fyrir hvert form svo það sé nú alveg á hreinu.

Súkkulaði ofan á kökuna:
250 gr flórsykur
25 gr kakó
1 stk egg
1 msk smjör eða olía, ég notaði olíu (bætið við aðeins af henni ef ykkur finnst vanta smá meiri vökva.

Skreytið að vild.

Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið