Frétt
Skrínukostur.is – Ný heimasíða fyrir kokka og rekstraraðila mötuneytiseldhúsa
Fréttaritara barst til eyrna að þeir feðgar Auðunn Sólberg Valsson og Jökull Sólberg Auðunson væru að fara af stað með nýja þjónustu fyrir matreiðslumenn og eldabuskur.
Um er að ræða forrit á netinu sem hjálpar kokkum og rekstraraðilum mötuneytiseldhúsa við að halda utanum innkaup, matseðlagerð, kostnaðarútreikninga og hráefnisnýtingu.
Það er því ekki úr vegi að taka smá viðtal við þá feðga. Þess má geta að orðið skrínukostur er gamalt íslenskt orð yfir mat í boxi eða einfaldlega nestisbox.
Hver var kveikjan að þessu forriti?
Auðunn:
Það eru tvö ár síðan ég fór að vinna í mötuneyti Frjálsa Fjárfestingabankans og mig vantaði eitthvað verkfæri sem ég gæti notað til að hafa yfirsýn yfir kostnað og innkaup. Ég hef reyndar alltaf lagt mikla áherslu á svokallað Food-Cost í störfum mínum sem matreiðslumaður. Til að byrja með setti ég upp svona skipulag í Excel og var síðan með bloggsíðu fyrir matseðlana og skilaboð til starfsfólks. Þá datt mér í hug að sameina þetta og útbúa forrit sem myndi nýtast matreiðslumönnum til þessara hluta. Það lá beinast við að tala við son minn, Jökul sem er mjög kunnugur forritun og er auk þess mikill mataráhugamaður. Hann kveikti strax á perunni og við hófum samstarf fyrir um ári síðan.
Jökull:
Ég vil taka fram að forritið er alfarið hýst á netinu. Fólk sækir um aðgangsorð, fær ókeypis prufuaðgang og getur strax byrjað að nota forritið án þess að downloada einu né neinu. Undanfarin ár hefur verið mikil þróun í dreifingu á forritum. Einu sinni voru þetta geisladiskar í búðahillum. Í dag eru eiginleikar vafrans svo miklir að hægt er að dreifa forritum sem vefsíðum. Það breytir engu hvort fólk er á Mac eða PC, í Namibíu eða Kósóvó forritið virkar svo lengi sem aðgangur að interneti er til staðar. Það er kannski þessi lági þröskuldur á dreifingarþættinum sem varð til þess að við ákváðum að slá til.
Hver haldið þið að þörfin sé á svona forriti?
Auðunn:
Ég hef spurt marga matreiðslumenn sem vinna í mötuneytum hvernig mötuneytið komi út svona fjárhagslega með hliðsjón af nýtingu og innkaupaum. Það er fátt um svör og menn vita margir hverjir ekki hvað fellst í því að reka eldhús. Allstaðar erlendis þar sem ég hef kynnt mér málin, er fylgst mjög vel með kostnaði. Matreiðslumenn þurfa að tileinka sér agaðri vinnubrögð. Það er ekki nóg að geta eldað hollan og góðan mat, hann verður líka að vera hagkvæmur fyrir fyrirtækið sem þú vinnur hjá.
Jökull:
Ef forritið sparar fólki ekki sporin er lítil þörf á þessu forriti. Markmiðið er að þetta gefi stjórnendum mötuneytisins betri sýn yfir reksturinn og afurðina án þess að forritið krefjist mikils af notendum þess. Til að ná þessu markmiði höfum við verið á stöðugu varðbergi gagnvart fídusum sem flækja málin frekar en bæta heildarreynsluna. Á þennan hátt er viðmótshönnun jafnvægisþraut. Það verður spennandi að heyra hvað fólki finnst vanta í kerfið.
Hvaða reynslu hefur þú í svona forritun, Jökull?
Ég hef verið að búa til heimasíður síðan ég var lítill polli. Síðastliðið ár hef ég unnið hjá auglýsingastofunni Poke í London þar sem ég kynntist mikilli atvinnumennsku í þessum bransa. Ég vinn núna sjálfstætt í samvinnu við ýmsar auglýsingastofur í London og með íslenskum fyrirtækjum. Helst hef ég unnið við viðmótshönnun og forritun sem snýr að vafranum. Skrínukostur græðir mikið á þeim bakgrunni mínum allt var gert til að hafa þetta sem þægilegast í notkun. Hvað varðar forritun þá er Skrínukostur með mestu áskorunum sem ég hef tekist á við.
Hvað er það sem Skrínukostur auðveldar fólki og hver er markhópurinn?
Jökull:
Skrínukostur skiptist í þrjá aðal hluta. Fyrst ber að nefna innkaupahlutann þar sem skráð er inn á mjög auðveldan hátt öll innkaup sem gerð eru í mánuðinu, jafnóðum. Þar eru skráðar inn tekjur og gjöld eldhússins. Í öðrum hlutanum heldur forritið utan um netföng og símanúmer birgja.
Þriðju hluti kerfisins snýr að matseðlum og uppskrifum. Þar hægt að setja upp vikulegan matseðil og birta á ýmsan hátt á netinu fyrir starfsfólkið. Á bak við hvern rétt er hægt að setja inn uppskrift og hráefnisverð til að reikna kostnað á hvern starfsmann. Verð á bak við hvert hráefni vistast miðlægt þannig að kerfið sér um að reikna kostnaðarlið t.d. sykurs í öllum uppskrifum þar sem það hráefni kemur fyrir.
Hægt er að nálgast stutt kynningarvídjó á vefsíðunni okkar skrinukostur.is.
Auðunn:
Þess má geta að þessi fyrsta útgáfa af Skrínukosti miðast við mötuneyti og er gert ráð fyrir stöðugri uppfærslum og nýjungum og jafnvel aðra útgáfu sem hentar betur eldhúsum veitingahúsa og hótela.
Hvað mun svo þessi þjónusta kosta?
Auðunn:
Við ætlum að bjóða öllum að nota forritið frítt í einn mánuð til kynningar. Það þarf að fara á www.skrinukostur.is og skrá sig inn til að fá aðgang. Eftir það kostar 3950 kr á mánuði að nota Skrínukost (fyrir utan skatt). Hver notandi er með sitt svæði sem enginn kemst inn á. Engar upplýsingar ganga á milli notenda og hver notandi hefur sitt aðgangsorð til að komast inn á sitt svæði. Ef einhver vill fá aðstoð við að koma sér af stað, þá bjóðum við upp á þá þjónustu, frítt að ég mæti á staðinn og sýni viðkomandi forritið. Hringið og pantið tíma í 895-4455 eða í e-mail [email protected]
Heimasíða: www.skrinukostur.is
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði