Keppni
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
Skráningar eru hafnar á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum 2025.
Mótið fer fram helgina 7-9. febrúar á næsta ári. Skráningarfrestur er til og með 17. janúar.
Mótið í ár verður stórglæsilegt og til mikils að vinna en undanfarin ár hafa sigurvegarar keppna á mótinu hér heima verið landi og þjóð til sóma í keppnum erlendis.
Sigurvegarar hljóta fallegan bikar og keppnisrétt fyrir Íslands hönd í keppnum erlendis. Að auki hljóta allir keppendur þátttökuverðlaun og í verðlaunaafhendingunni sunnudaginn 9. febrúar verða dregin út vegleg útdráttarverðlaun sem allir keppendur eiga möguleika á að hljóta óháð árangri.
Við hvetjum ungt fólk af öllum kynjum til þátttöku á Íslandsmótinu. Hvert og eitt ykkar skiptir máli sem fyrirmynd í faginu.
Nánari upplýsingar um verkefni keppenda og skráning fer fram á vef Iðunnar, idan.is hér.
Nánari upplýsingar um keppnina veitir:
Steinn Óskar Sigurðsson
Leiðtoga matvæla- og veitingagreina hjá Iðan fræðslusetur
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Bocuse d´Or14 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Keppni19 klukkustundir síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin






