Keppni
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
Skráningar eru hafnar á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum 2025.
Mótið fer fram helgina 7-9. febrúar á næsta ári. Skráningarfrestur er til og með 17. janúar.
Mótið í ár verður stórglæsilegt og til mikils að vinna en undanfarin ár hafa sigurvegarar keppna á mótinu hér heima verið landi og þjóð til sóma í keppnum erlendis.
Sigurvegarar hljóta fallegan bikar og keppnisrétt fyrir Íslands hönd í keppnum erlendis. Að auki hljóta allir keppendur þátttökuverðlaun og í verðlaunaafhendingunni sunnudaginn 9. febrúar verða dregin út vegleg útdráttarverðlaun sem allir keppendur eiga möguleika á að hljóta óháð árangri.
Við hvetjum ungt fólk af öllum kynjum til þátttöku á Íslandsmótinu. Hvert og eitt ykkar skiptir máli sem fyrirmynd í faginu.
Nánari upplýsingar um verkefni keppenda og skráning fer fram á vef Iðunnar, idan.is hér.
Nánari upplýsingar um keppnina veitir:
Steinn Óskar Sigurðsson
Leiðtoga matvæla- og veitingagreina hjá Iðan fræðslusetur
[email protected]
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni6 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar6 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






