Keppni
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
Skráningar eru hafnar á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum 2025.
Mótið fer fram helgina 7-9. febrúar á næsta ári. Skráningarfrestur er til og með 17. janúar.
Mótið í ár verður stórglæsilegt og til mikils að vinna en undanfarin ár hafa sigurvegarar keppna á mótinu hér heima verið landi og þjóð til sóma í keppnum erlendis.
Sigurvegarar hljóta fallegan bikar og keppnisrétt fyrir Íslands hönd í keppnum erlendis. Að auki hljóta allir keppendur þátttökuverðlaun og í verðlaunaafhendingunni sunnudaginn 9. febrúar verða dregin út vegleg útdráttarverðlaun sem allir keppendur eiga möguleika á að hljóta óháð árangri.
Við hvetjum ungt fólk af öllum kynjum til þátttöku á Íslandsmótinu. Hvert og eitt ykkar skiptir máli sem fyrirmynd í faginu.
Nánari upplýsingar um verkefni keppenda og skráning fer fram á vef Iðunnar, idan.is hér.
Nánari upplýsingar um keppnina veitir:
Steinn Óskar Sigurðsson
Leiðtoga matvæla- og veitingagreina hjá Iðan fræðslusetur
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar7 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn3 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn4 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni4 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu






