Markaðurinn
Skráning er hafinn í „Eftirréttur ársins 2015“
Eftirréttakeppnin „Eftirréttur ársins 2015“ verður haldin fimmtudaginn 29. október á sýningunni Stóreldhúsið 2015 sem verður í Laugardalshöll dagana 29 – 30 október.
Þema keppninnar í ár er Aldingarðurinn.
Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori, og bakaraiðn eða eru á samningi í fyrrgreindum greinum. Undantekningartilvik frá ofangreindu verða metin sérstaklega.
Skráningarfrestur er til 23. október 2015 en áhugasömum er bent á að aðeins 30 keppendur komast í keppnina að þessu sinni og gildir reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“.
Hér getur þú nálgast allar nánari upplýsingar og skráð þig í keppnina, vægi dóma og hráefni sem eftirrétturinn þarf að innihalda.
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar.
Uppfært 8 október 2015 kl.09:00
LOKAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR SKRÁNINGU
Viðbrögð við keppninni hafa verið mjög góð og nú hafa 60 aðilar þegar skráð sig til keppni en einungis 30 sæti eru laus. Því hefur verið lokað fyrir skráningu og verður unnið úr þeim sem hafa borist.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt3 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars