Markaðurinn
Skráning er hafinn í „Eftirréttur ársins 2015“
Eftirréttakeppnin „Eftirréttur ársins 2015“ verður haldin fimmtudaginn 29. október á sýningunni Stóreldhúsið 2015 sem verður í Laugardalshöll dagana 29 – 30 október.
Þema keppninnar í ár er Aldingarðurinn.
Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori, og bakaraiðn eða eru á samningi í fyrrgreindum greinum. Undantekningartilvik frá ofangreindu verða metin sérstaklega.
Skráningarfrestur er til 23. október 2015 en áhugasömum er bent á að aðeins 30 keppendur komast í keppnina að þessu sinni og gildir reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“.
Hér getur þú nálgast allar nánari upplýsingar og skráð þig í keppnina, vægi dóma og hráefni sem eftirrétturinn þarf að innihalda.
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar.
Uppfært 8 október 2015 kl.09:00
LOKAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR SKRÁNINGU
Viðbrögð við keppninni hafa verið mjög góð og nú hafa 60 aðilar þegar skráð sig til keppni en einungis 30 sæti eru laus. Því hefur verið lokað fyrir skráningu og verður unnið úr þeim sem hafa borist.
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni2 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir7 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu






