Markaðurinn
Skráning er hafinn í „Eftirréttur ársins 2015“
Eftirréttakeppnin „Eftirréttur ársins 2015“ verður haldin fimmtudaginn 29. október á sýningunni Stóreldhúsið 2015 sem verður í Laugardalshöll dagana 29 – 30 október.
Þema keppninnar í ár er Aldingarðurinn.
Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori, og bakaraiðn eða eru á samningi í fyrrgreindum greinum. Undantekningartilvik frá ofangreindu verða metin sérstaklega.
Skráningarfrestur er til 23. október 2015 en áhugasömum er bent á að aðeins 30 keppendur komast í keppnina að þessu sinni og gildir reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“.
Hér getur þú nálgast allar nánari upplýsingar og skráð þig í keppnina, vægi dóma og hráefni sem eftirrétturinn þarf að innihalda.
Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar.
Uppfært 8 október 2015 kl.09:00
LOKAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR SKRÁNINGU
Viðbrögð við keppninni hafa verið mjög góð og nú hafa 60 aðilar þegar skráð sig til keppni en einungis 30 sæti eru laus. Því hefur verið lokað fyrir skráningu og verður unnið úr þeim sem hafa borist.
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






