Frétt
Skólamatur greiddi 40 milljónir í arð

Eigendur fyrirtækisins Skólamatar eru feðginin Axel Jónsson, Fanný Axelsdóttir og Jón Axelsson, sem einnig er framkvæmdastjóri.
Fyrirtækið Skólamatur ehf. selur mat til grunnskólabarna í tugum skóla á Reykjanesi, Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum. Sveitarfélögin kaupa einnig mat af fyrirtækinu fyrir leikskóla en án beinnar kostnaðarþátttöku foreldra, að því er fram kemur á stundin.is.
Rúmlega 31 milljón króna hefur verið greidd í arð út úr fasteignafélaginu sem leigir Skólamat aðstöðu. Framkvæmdastjórinn, Jón Axelsson, fagnar spurningum um arðgreiðslurnar en segir að það sé ekki hans að meta réttmæti þeirra.
„Það er ekki mitt að meta. Við erum að reka fyrirtæki og við reynum að gera það í sátt við umhverfið, og ímynd okkar skiptir okkur miklu,“
segir Jón Axelsson, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skólamatar í samtali við stundin.is, aðspurður um réttmæti rúmlega 40 milljóna króna argðreiðslna út úr samstæðu félagsins á liðnum árum.
Fyrirtækið selur mat í áskrift til foreldra grunnskóla- og leikskólabarna í tugum skóla á Reykjanesi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Garðabæ og víðar. Maturinn frá Skólamat er misdýr eftir því hversu mikið einstaka sveitarfélög niðurgreiða hann; maturinn er ódýrastur í áskrift í Suðurnesjabæ, sem telur þéttbýlin Garð og Sandgerði, eða 323 krónur. Dýrastur er skólamaturinn á Seltjarnarnesi, eða 561 króna, að því er fram kemur á heimasíðu Stundarinnar sem hægt er að lesa í heild sinni hér.
Mynd: Víkurfréttir

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel23 klukkustundir síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu