Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Skemmtilegir Negroni drykkir og rauður blær í kvöld

Birting:

þann

Skemmtilegir Negroni drykkir og rauður blær í kvöld

Í tilefni Negroni Week standa Gundars Eglitis, Brand Ambassador fyrir Marberg, og teymið á Jungle bar fyrir líflegum Negroni-viðburði í kvöld, fimmtudaginn 25. september. Viðburðurinn ber heitið „An Evening in Red“ og hefur verið í undirbúningi allt frá byrjun sumars, þannig að gestir geta átt von á fjölbreyttum og spennandi Negroni-drykkjum.

Eins og nafnið gefur til kynna verður rauði liturinn í forgrunni kvöldsins. Hann verður til heiðurs í drykkjunum sjálfum og allir sem mæta í einhverju rauðu fá glaðning frá Marberg á meðan birgðir endast.

Viðburðurinn hefst klukkan 20.00 á Jungle bar. Marberg, Jungle bar og Drykkur heildsali bjóða fagfólk úr bransanum og alla áhugasama hjartanlega velkomna í þetta líflega og skemmtilega kvöld.

Skráning og frekari upplýsingar má finna á facebook viðburðinum hér.

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið