Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Skál! með glæsilegt pop-up á LYST á Akureyri

Birting:

þann

Skál! með glæsilegt pop-up á LYST á Akureyri

Skál! tekur yfir LYST í Lystigarðinum á Akureyri dagana 31. október og 1. nóvember með einstakri pop-up matarveislu þar sem góður matur, vín og stemning eru í forgrunni.

Á matseðlinum má finna nýstárlegar og sjarmerandi rétti sem sameina íslenskt hráefni og nútímalega matargerð. Hörpuskel með piparrót og dillolíu, nautatartar með kræki­berjum og tarragon-kremi, sólkolí með reyktum þorskhrognum og lambaprime með svörtu hvítlauks­-bbq eru meðal þess sem boðið verður upp á. Kvöldið endar á sætri nótu með eftirréttinum „Some kind of pie“ bláber, sky­r­mús og heslihnetur.

Gestir geta valið á milli vínpörunar, kampavíns eða kokteilsins Skál! til að fullkomna kvöldið.

Verðið er 13.000 kr. fyrir mat, 10.000 kr. fyrir vínpörun og 2.500 kr. fyrir kampavín eða kokteil.

Borðapantanir fara fram hjá LYST í Lystigarðinum á Akureyri.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið