Viðtöl, örfréttir & frumraun
Skál! með glæsilegt pop-up á LYST á Akureyri
Skál! tekur yfir LYST í Lystigarðinum á Akureyri dagana 31. október og 1. nóvember með einstakri pop-up matarveislu þar sem góður matur, vín og stemning eru í forgrunni.
Á matseðlinum má finna nýstárlegar og sjarmerandi rétti sem sameina íslenskt hráefni og nútímalega matargerð. Hörpuskel með piparrót og dillolíu, nautatartar með krækiberjum og tarragon-kremi, sólkolí með reyktum þorskhrognum og lambaprime með svörtu hvítlauks-bbq eru meðal þess sem boðið verður upp á. Kvöldið endar á sætri nótu með eftirréttinum „Some kind of pie“ bláber, skyrmús og heslihnetur.
Gestir geta valið á milli vínpörunar, kampavíns eða kokteilsins Skál! til að fullkomna kvöldið.
Verðið er 13.000 kr. fyrir mat, 10.000 kr. fyrir vínpörun og 2.500 kr. fyrir kampavín eða kokteil.
Borðapantanir fara fram hjá LYST í Lystigarðinum á Akureyri.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni2 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir2 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt4 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Keppni3 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar






