Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
SKÁL flytur frá Hlemmi Mathöll á Njálsgötu 1
„Með þakklæti efst í huga tilkynnum við hér með að SKÁL flytur frá Hlemmi Mathöll á Njálsgötu 1 bráðlega.“
Svona hefst tilkynning frá SKÁL sem birt var rétt í þessu á facebook síðu staðarins.
SKÁL opnaði fyrir 7 árum síðan, 1. september 2017, en staðurinn býður upp á smærri og stærri rétti sem er tilvalið að deila. Matarstefnan hefur verið frekar norræn en samt með áhrif alls staðar að. Í drykkjum er farið um víðan völl, vel valin náttúruvín, bjórar frá smábrugghúsum og kokteilar sem eru gerðir með gæða spírum og húsgerðum sírópum.
SKál hlaut viðurkenningu Michelin Bib gourmand 2019.
Yfirkokkur SKÁL á Njálsgötu verður Thomas Lorentzen og Jonathan Sadler veitingastjóri og hafa bæst við sem meðeigendur og einnig Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari, einn af upphafsmönnum SKÁL.
Myndir: facebook / SKÁL

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Leyndarmál atvinnukokkanna: 8 fagleg eldhúsráð sem spara tíma og fyrirhöfn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur
-
Markaðurinn5 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lúxusbrauðterta fyrir ostunnendur – dásamlega einföld
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Af hverju bestu Michelin veitingastaðirnir sækja hráefni í Hiroshima? – Myndband
-
Frétt3 dagar síðan
Frá Fljótum til frægðar: Geitamjólk og gæði skila Brúnastöðum landbúnaðarverðlaununum 2025