Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
SKÁL flytur frá Hlemmi Mathöll á Njálsgötu 1
„Með þakklæti efst í huga tilkynnum við hér með að SKÁL flytur frá Hlemmi Mathöll á Njálsgötu 1 bráðlega.“
Svona hefst tilkynning frá SKÁL sem birt var rétt í þessu á facebook síðu staðarins.
SKÁL opnaði fyrir 7 árum síðan, 1. september 2017, en staðurinn býður upp á smærri og stærri rétti sem er tilvalið að deila. Matarstefnan hefur verið frekar norræn en samt með áhrif alls staðar að. Í drykkjum er farið um víðan völl, vel valin náttúruvín, bjórar frá smábrugghúsum og kokteilar sem eru gerðir með gæða spírum og húsgerðum sírópum.
SKál hlaut viðurkenningu Michelin Bib gourmand 2019.
Yfirkokkur SKÁL á Njálsgötu verður Thomas Lorentzen og Jonathan Sadler veitingastjóri og hafa bæst við sem meðeigendur og einnig Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari, einn af upphafsmönnum SKÁL.
Myndir: facebook / SKÁL
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati