Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
SKÁL flytur frá Hlemmi Mathöll á Njálsgötu 1
„Með þakklæti efst í huga tilkynnum við hér með að SKÁL flytur frá Hlemmi Mathöll á Njálsgötu 1 bráðlega.“
Svona hefst tilkynning frá SKÁL sem birt var rétt í þessu á facebook síðu staðarins.
SKÁL opnaði fyrir 7 árum síðan, 1. september 2017, en staðurinn býður upp á smærri og stærri rétti sem er tilvalið að deila. Matarstefnan hefur verið frekar norræn en samt með áhrif alls staðar að. Í drykkjum er farið um víðan völl, vel valin náttúruvín, bjórar frá smábrugghúsum og kokteilar sem eru gerðir með gæða spírum og húsgerðum sírópum.
SKál hlaut viðurkenningu Michelin Bib gourmand 2019.
Yfirkokkur SKÁL á Njálsgötu verður Thomas Lorentzen og Jonathan Sadler veitingastjóri og hafa bæst við sem meðeigendur og einnig Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari, einn af upphafsmönnum SKÁL.
Myndir: facebook / SKÁL
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir