Vertu memm

Frétt

Skaðabótamáli fyrrverandi rekstraraðila Iðnó gegn borginni vísað frá

Birting:

þann

Iðnó

IÐNÓ er veitingastaður og menningarhús við Tjörnina í Reykjavík.
Mynd: facebook / Iðnó

Margrét Rósa Einarsdóttir

Margrét Rósa er framreiðslumeistari að mennt.
Mynd: aðsend

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli þar sem fyrrverandi rekstraraðili Iðnó, Iðnó ehf, krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótakrafa vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við aðra aðila um rekstur og útleigu á Iðnó.

Forsaga málsins er sú að árið 2017 auglýsti menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkur eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu „undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins.“ Iðnó ehf. hafði þá rekið og leigt Iðnó í sextán ár, að þvi er fram kemur á visir.is sem fjallar nánar um málið hér.

Þriggja manna matsnefnd menningar- og ferðamálaráðs komst að þeirri niðurstöðu að ganga til samninga við Þórir Bergsson og René Boonkemap um rekstur Iðnó. Í samtali við Vísi á sínum tíma sagðist Margrét Rósa Einarsdóttir, forsvarsmaður Iðnó ehf. vera slegin yfir ákvörðun borgarinnar.

„Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“

skrifaði Margrét Rósa á Facebook vegna málsins.

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið