Frétt
Skaðabótamáli fyrrverandi rekstraraðila Iðnó gegn borginni vísað frá
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli þar sem fyrrverandi rekstraraðili Iðnó, Iðnó ehf, krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótakrafa vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar um að ganga til samninga við aðra aðila um rekstur og útleigu á Iðnó.
Forsaga málsins er sú að árið 2017 auglýsti menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkur í samvinnu við innkaupadeild Reykjavíkur eftir áhugasömum aðilum til að taka Iðnó á leigu „undir menningarstarf og annað sem styrkir rekstur hússins.“ Iðnó ehf. hafði þá rekið og leigt Iðnó í sextán ár, að þvi er fram kemur á visir.is sem fjallar nánar um málið hér.
Þriggja manna matsnefnd menningar- og ferðamálaráðs komst að þeirri niðurstöðu að ganga til samninga við Þórir Bergsson og René Boonkemap um rekstur Iðnó. Í samtali við Vísi á sínum tíma sagðist Margrét Rósa Einarsdóttir, forsvarsmaður Iðnó ehf. vera slegin yfir ákvörðun borgarinnar.
„Vægast sagt er ég mjög ósátt og skil ekki hvernig hægt er að vísa mér út án þess að gefa mér tækifæri á að verjast. Í Iðnó hefur verið öflugt menningarlíf síðustu 16 ár ásamt því að með mínu fagfólki boðið fyrsta flokks veisluþjónustu,“
skrifaði Margrét Rósa á Facebook vegna málsins.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni5 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar hefur lokið keppni á HM – Keppti með drykkinn Exótísk jól á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Myndir frá Stóreldhússýningunni 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í 5. sæti á HM