Bocuse d´Or
Sjófiskur er bakhjarl Bocuse d‘ Or Akademíunnar

Mynd tekin á æfingu í vikunni, Viktor Örn Andrésson þjálfari Bjarna Siguróla, S Baugur Sigurðsson framkvæmdastjóri Sjófisks, Bjarni Siguróli Jakobsson keppandi í Bocuse d‘Or og Sigurður Örn Arnarson sölustjóri Sjófisks.
Sjófiskur hefur gert bakhjarlasamning við Bocuse d´Or Akademíuna og leggur með framlagi sínu lóð á vogarskálarnar til að Bjarni Siguróli Jakobsson nái markmiðum sínum í keppninni. Eins og kunnugt er fer Evrópu forkeppnin fram í Torino á Ítalíu 11. – 12. júní næstkomandi og stefnir Bjarni Siguróli og teymi hans að sjálfsögðu á að fara áfram úr forkeppninni.
Sjófiskur vill styðja og styrkja keppnismatreiðslu á Íslandi og hljóðar samningurinn upp á samstarf fram yfir úrslitakeppni Bocuse d´Or 2019.
Sigurður sölustjóri Sjófisks segir;
„Keppni í matreiðslu er mikilvægt samstarf þar sem fer saman mikill metnaður keppenda og framlag okkar sem að baki standa, úr því verður mikil gerjun og lyftir gæðum á einstökum kokkum og matreiðslufaginu sífellt hærra ár frá ári.
Við viljum standa að baki okkar færasta fólki og tryggja þeirra framgang.“
Sjófiskur Sæbjörg er heildverslun með ferskan fisk og viðskiptavinir þess eru fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu, veitingahús, stóreldhús og mötuneyti fyrirtækja. Í fyrirtækinu er áratuga reynsla í vinnslu fisks, hráefnaöflun, sölu og dreifingu. Eigendur eru allir starfandi hjá fyrirtækinu.
Fyrirtækið er í eigin húsnæði á Eyjarslóð. Vinnslan er rúmgóð, nútímaleg og vel tækjum búin, stenst allar ströngustu kröfur. Staðsetning á Grandanum í hjarta Reykjavíkur er ákjósanleg til að þjónusta veitingahúsamarkaðinn sem er að langstærstum hluta í næsta nágrenni og afhendingaröryggi er gott og þjónustustig hátt.
Sjófiskur Sæbjörg kappkostar að veita afburða þjónustu og samkeppnishæf kjör. Fyrirtækið vill vera fyrsti kostur fyrir veitingahús og stóreldhús og byggja langtíma viðskiptasambönd með viðskiptavinum sínum.
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÁfengislaust freyðivín Elton Johns komið í sölu í Bretlandi






