Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sjóðheitt útgáfuboð fyrir Helvítis matreiðslubókina – Myndaveisla
Fullt var út úr dyrum á Kaffi Flóru þegar fram fór útgáfuhóf Helvítis matreiðslubókarinnar á dögunum.
„Við erum í skýjunum með viðtökurnar,“
segir Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, en bókina vann hann í samstarfi við eiginkonu sína, Þóreyju Hafliðadóttur.
Sjá einnig: Helvítis Matreiðslubókin er klárlega jólabókin í ár
Þættir Ívars hafa slegið í gegn á Stöð 2 og hafði hann varla undan að árita bækur.
Á meðan gestir biðu eftir áritun gátu þeir gætt sér á ljúffengum veitingum.
„Bókin er full af girnilegum uppskriftum og við buðum auðvitað upp á sýnishorn í boðinu,“
segir Ívar brosandi, en um er að ræða fyrstu bók þeirra hjóna.
Kaffi Flóra í Grasagarðinum hefur vaxið í vinsældum sem tónleika- og viðburðarstaður og skapaðist ákveðinn töfraljómi yfir hópnum sem fagnaði útkomu Helvítis matreiðslubókarinnar.
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Nemendur & nemakeppni23 klukkustundir síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin