Markaðurinn
Sjóböðin í Hvammsvík velja gæði og þjónustu frá Bako Ísberg
Fyrr í sumar opnuðu Sjóböðin í Hvammsvík með pompi og prakt hefur fjöldi fólks gert sér leið í þessa náttúruparadís.
Sjóböðin samanstanda af átta misstórum og heitum laugum í fjöruborðinu auk þess er gufa á svæðinu og fallegt útivistarsvæði til slökunar.
Gestir geta valið um inni og útiklefa og þeir geta einnig notið ljúfra veitinga á svæðinu.
Eldhúsið í Sjóböðunum er afar glæsilegt eins og umgjörðin öll en þar má finna sem dæmi stálinnréttingar og kæla frá Novameta og uppþvottavélar frá Classeq en Bako Ísberg flytur inn þessar vörur og sá um að setja upp innréttingarnar og kælana.
Öll glösin eru frá Zwiesel sem Bako Ísberg er umboð og söluaðili fyrir en Zwiesel er þýskt fyrirtæki sem framleitt hefur gler og kristal frá 1872. Zwiesel hefur hlotið ótal viðurkenningar og hönnunarverðlaun fyrir framleiðslu sína og eru glösin í Hvammsvík einstaklega falleg auk þess sem þau eru úr blýlausum kristal og með þessa einstöku Zwiesel Trítan vörn
Á útisvæðinu eru notuð rispuvarin plastglös frá Front of the house sem einnig eru frá Bako Ísberg.
Nýlega gerðist Bako Ísberg umboðs og söluaðili fyrir hágæða steypujarnspotta og pönnu merkið LAVA og má finna potta og pönnur í eldhúsinu þeirra.
Bako Ísberg óskar Sjóböðunum Hvammsvík hjartanlega til hamingju með glæsilega aðstöðu.
Allar upplýsingar um sölu og þjónustu má finna á heimasíðu Bako Ísberg www.bakoisberg.is eða í síma 5956200, [email protected]
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var