Freisting
Sjávarbarinn lækkar verð

Magnús Ingi Magnússon veitingamaður á Sjávarbarnum hyggst lækka verðið á sjávarréttahlaðborði á kvöldin um helming. Um leið skorar hann á veitingamenn að taka höndum saman og gera sem flestum kleift að koma saman yfir góðum en ódýrum málsverði.
Magnús hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:
Enn á ný hafa Íslendingar sýnt að þeir standa saman þegar hamfarir ríða yfir. Og það á ekki aðeins við þegar náttúruöflin sýna mátt sinn og megin. Ég vil sem veitingamaður reyna að leggja mitt að mörkum og hvetja félaga mína til hins sama.
Fyrr á tímum voru veitingahús kölluð greiðasölur þar sem þyrstum og svöngum ferðalöngum var fagnað og sinnt. Við eigum að ganga stolt um beina sem orðabókin segir að felist ekki aðeins í því að bera á borð heldur einnig efla, hjálpa og greiða fyrir. Það er í þeim anda sem ég skora á veitingamenn að taka höndum saman og gera sem flestum kleift að koma saman yfir góðum en ódýrum málsverði.
Við getum gert það á ýmsan hátt; með því að fjölga tilboðum með ódýrum réttum, bjóða upp á fjölskyldumáltíðir á lægra verði, lækka verðið einn dag í viku eða fara svipaða leið og við á Sjávarbarnum ákváðum að fara, að lækka verðið á sjávarréttahlaðborðinu okkar um helming á kvöldin.
Þetta ætti að auðvelda fjölskyldum og vinahópum að eiga góða stund saman á veitingahúsi. Það hefur enda sjaldan verið mikilvægara að fólk hittist, spjalli saman og stappi stálinu hvert í annað. Um leið eru meiri líkur á því að veitingahúsin lifi af þá erfiðu mánuði sem framundan eru þótt hagnaðurinn verði minni en enginn um skeið.
Ég lít svo á að nú þurfum við veitingamenn að endurskoða hlutverk okkar og sýna nú sömu ráðdeildarsemi, auðmýkt og velvilja í garð náungans og ætlast er til af öðrum þegnum þessa lands, segir í tilkynningunni sem birtist á vef Mbl.is.
Mynd: Sjávarbarinn.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





