Nemendur & nemakeppni
Sjáið myndirnar frá skemmtilegum viðburði í Hótel- og matvælaskólanum
Hótel- og matvælaskólinn beitir ýmsum brögðum til að vekja athygli á sér og starfseminni. Yfir önnina eru þar kynningar af ýmsum toga eða farið í aðra skóla með uppákomur og fræðslu en einnig er boðið heim í „gleðskap“.
Þetta er mikilvægur þáttur skólans í því að vekja athygli og áhuga á náminu, ásamt því að þetta er einnig spennandi vettvangur fyrir nemendur til að sýna hvað þau eru að gera. Ég veit að það eru ansi margir foreldrar sem gera sér ekki almennilega grein fyrir því hvað námið og krakkarnir er flottir.
Þann 19. febrúar sl. var haldin kynning sem kölluð var Brauð, kjöt og vín þar sem þriðji bekkur bakara-, kjötiðnaðar- og þjónadeildarinnar buðu velunnurum ásamt sínu fólki til að sjá og prófa hvað þau hafa verið að bardúsa og læra.
Eitt aðalmarkmið með þessari uppákomu er og verður að draga þær iðngreinar sem vinna yfirleitt bak við luktar dyr inn á meðal neytenda og skapa grundvöll til beinna samskipta í tengslum við smökkun á hráefni sem hópurinn hefur lagað undir dyggri leiðsögn fagkennara skólans.
Mér var „boðið“ en fyrr um daginn fór ég og heimsótti deildirnar áður en teitið byrjaði. Mig langaði nefnilega til að ná nokkrum myndum af undirbúningnum og fanga andrúmsloftið.
Það eitt að koma inn í skólann finnst mér alltaf ótrúlega skemmtilegt og áhugavert, en sjálfur er ég af gamla skólanum þar sem aðstaðan var barn síns tíma en dugði okkur þá.
Það sem mér fannst einkennandi núna er hversu jákvætt allt viðmót er og það var sama hvar ég kom í skólanum eða við hvern ég spjallaði, allstaðar var þessi brennandi áhugi, bjartsýni, stolt og gleði yfir því sem var verið að fást við.
En til að gera langa sögu stutta þá eru hér nokkrar myndir sem vonandi ná aðeins að fanga andrúmsloftið.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð