Uppskriftir
Sítrusgrafin bleikja og íslenskt wasabi
2 stk. bleikjuflök
100 g sykur
60 g salt
1 sítróna (börkurinn)
1 appelsína (börkurinn)
Aðferð:
Hreinsið roðið af bleikjuflakinu. Blandið saman sykri og salti í skál og rífið með fínu rifjárni börk af sítrónu og appelsínu. Dreifið helmingi af salti og sykri á bakka og leggið bleikjuflökin ofan á, setjið svo restina ofan á flökin og leyfið að vera í stofuhita í 30 mínútur. Skolið þá flökin og þerrið vel.
Setjið bleikjuna á bakka með olífuolíu og eldið á 45 °C í 15 mínútur.
Wasabi-sósa
100 g súrmjólk
50 g mjólk
10 g wasabi
15 g sítrónusafi
salt
Aðferð:
Öllu blandað saman og smakkað til með salti.
Wasabi-olía
100 g wasabi-lauf
100 g olía
Aðferð: Sett í blandara og unnið saman þar til blandan nær 70 gráðum, þá sigtað.
Höfundur: Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumeistari
Uppskrift þessi var birt í tímaritinu Vín og matur.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar22 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra







