Uppskriftir
Sítrusgrafin bleikja og íslenskt wasabi
2 stk. bleikjuflök
100 g sykur
60 g salt
1 sítróna (börkurinn)
1 appelsína (börkurinn)
Aðferð:
Hreinsið roðið af bleikjuflakinu. Blandið saman sykri og salti í skál og rífið með fínu rifjárni börk af sítrónu og appelsínu. Dreifið helmingi af salti og sykri á bakka og leggið bleikjuflökin ofan á, setjið svo restina ofan á flökin og leyfið að vera í stofuhita í 30 mínútur. Skolið þá flökin og þerrið vel.
Setjið bleikjuna á bakka með olífuolíu og eldið á 45 °C í 15 mínútur.
Wasabi-sósa
100 g súrmjólk
50 g mjólk
10 g wasabi
15 g sítrónusafi
salt
Aðferð:
Öllu blandað saman og smakkað til með salti.
Wasabi-olía
100 g wasabi-lauf
100 g olía
Aðferð: Sett í blandara og unnið saman þar til blandan nær 70 gráðum, þá sigtað.
Höfundur: Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumeistari
Uppskrift þessi var birt í tímaritinu Vín og matur.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni1 dagur síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni5 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni3 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta grænkera Michelin stjarnan í Bretlandi