Vertu memm

Uppskriftir

Sítrusgrafin bleikja og íslenskt wasabi

Birting:

þann

Sítrusgrafin bleikja og íslenskt wasabi

2 stk. bleikjuflök
100 g sykur
60 g salt
1 sítróna (börkurinn)
1 appelsína (börkurinn)

Aðferð:
Hreinsið roðið af bleikjuflakinu. Blandið saman sykri og salti í skál og rífið með fínu rifjárni börk af sítrónu og appelsínu. Dreifið helmingi af salti og sykri á bakka og leggið bleikjuflökin ofan á, setjið svo restina ofan á flökin og leyfið að vera í stofuhita í 30 mínútur. Skolið þá flökin og þerrið vel.

Setjið bleikjuna á bakka með olífuolíu og eldið á 45 °C í 15 mínútur.

Wasabi-sósa
100 g súrmjólk
50 g mjólk
10 g wasabi
15 g sítrónusafi
salt

Aðferð:
Öllu blandað saman og smakkað til með salti.

Wasabi-olía
100 g wasabi-lauf
100 g olía

Aðferð: Sett í blandara og unnið saman þar til blandan nær 70 gráðum, þá sigtað.

Sindri Guðbrandur Sigurðsson

Sindri Guðbrandur Sigurðsson

Höfundur: Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumeistari

Uppskrift þessi var birt í tímaritinu Vín og matur.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið