Uppskriftir
Sítrónu Risotto með Hvítlaukssteiktum Tígrisrækjum Oriental
Fyrir 4 persónur
Undirbúningur og eldunartími um 40 mínútur
Innihald:
20 stk stórar skelflettar Tígrisrækjur
1 tsk fínsaxaður Engifer
3 stk saxaðir Hvítlauksgeirar
4 msk sæt Chilisósa
1 tsk fræhreinsað og saxað rautt Chili
Börkur og safi af einni Sítrónu
100 gr blaðlaukur í strimlum
1200 ml sjóðandi grænmetis eða kjúklingasoð (vatn og teningar)
4-5 stk Saffranþræðir
100 ml Extra virgin Ólífuolía
100 gr fínt saxaður laukur
300 gr Arborio risotto grjón
Dass sítrónuolía
Ferskur Coriander og Graslaukur til skreytinga á disk
Aðferð:
- Setjið rækjur í skál ásamt chili, chilisósu, engifer, hvítlauk og um helming af sítrónusafanum. Blandið saman og geymið á meðan risotto er búið til.
- Setjið soð í pott ásamt saffran og látið suðuna koma upp rólega.
- Hitið olíuna í þykkbotna, víðum potti og svitið laukinn án þess að hann taki lit. Setjið grjónin útí ásamt sítrónuberki og steikið grjónin í nokkrar mínútur.
- Setjið eina ausu af soði útí grjónin og hrærið í með sleif. Þegar soðið er næstum gufað upp, setjið næstu soðausu í, og látið alltaf sjóða í grjónunum á meðan. Haldið þessu áfram þar til grjónin eru orðin soðin eða í um 20 mínútur.
- Takið af hitanum og setjið restina af sítrónusafanum saman við. Haldið heitu á meðan rækjurnar eru steiktar.
- Hitið Wokpönnu eða stóra steikingarpönnu vel. Setjið rækjurnar á pönnuna og steikið í 2-3 mínútur eða þar til rækjurnar verða ljósrauðar og sósan sjóðandi og þykk. Bæðið að síðustu blaðlaukræmum útí.
- Setjið væna ausu af risotto á disk og komið 5 rækjum á mann fyrir á disknum. Skreytið með coriander og graslauk. Framreiðið með góðu brauði.
Næringargildi í hverjum skammti:
400 kkal
5.1 gr fita
14.6 gr prótín
78.5 gr kolvetni
12.6 gr sykur
1.9 gr salt
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar