Viðtöl, örfréttir & frumraun
Síldarkaffi fagnar 1 árs afmæli í dag – Með síldina í aðalhlutverki

Síldarkaffi fagnar tímamótum: Ár liðið frá opnun.
Hress og samheldin afmælismynd af frábæru teymi sem hefur eldað, bakað og brosað í heilt ár á Siglufirði.
Það er gleði og þakklæti í loftinu á Siglufirði í dag þegar veitingastaðurinn Síldarkaffi fagnar fyrsta starfsárinu. Í tilkynningu frá staðnum kemur fram að árið hafi verið bæði viðburðaríkt og lærdómsríkt, en um leið fullt af dýrmætum stundum með gestum sem lagt hafa leið sína í síldarbæinn.
„Það er okkur hjartans mál að matreiða síld í hæsta gæðaflokki og gleðja gesti okkar með ljúffengum síldarréttum,“
segir í færslu sem birt var í tilefni dagsins.
Síldarkaffi hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á gæði hráefnis og vönduð vinnubrögð. Þar er öll síld lögð frá grunni, allar kökur og brauð bökuð á staðnum og jafnvel majonesið er heimagert. Súpur, smáréttir og ferskur fiskur fá einnig sinn sess, og er íslensk síld og rækjur sem landað er vikulega á Siglufirði lykilhráefni í eldhúsinu.
Frá opnun hefur Síldarkaffi notið mikillar athygli og jákvæðra viðtaka, en fjallað hefur verið um staðinn í nokkrum greinum á vef Veitingageirans síðastliðið ár. Þar má nefna viðtöl við eigendur, myndaseríur frá staðnum og umfjöllun um síldarmenningu og endurvakningu hefða sem staðurinn stendur fyrir. Þeir sem vilja kynna sér sögu og stemningu Síldarkaffis betur geta skoðað fréttaefni síðunnar undir merkinu Síldarkaffi.
Eigendur og starfsfólk segjast horfa bjartsýn fram á veginn og hlakka til að taka á móti gestum næsta árið.
„Við höldum áfram að taka á móti gestum með bros á vör og hlökkum til þess sem koma skal!“
Myndir: facebook / Síldarkaffi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya










