Viðtöl, örfréttir & frumraun
Síldarkaffi fagnar 1 árs afmæli í dag – Með síldina í aðalhlutverki

Síldarkaffi fagnar tímamótum: Ár liðið frá opnun.
Hress og samheldin afmælismynd af frábæru teymi sem hefur eldað, bakað og brosað í heilt ár á Siglufirði.
Það er gleði og þakklæti í loftinu á Siglufirði í dag þegar veitingastaðurinn Síldarkaffi fagnar fyrsta starfsárinu. Í tilkynningu frá staðnum kemur fram að árið hafi verið bæði viðburðaríkt og lærdómsríkt, en um leið fullt af dýrmætum stundum með gestum sem lagt hafa leið sína í síldarbæinn.
„Það er okkur hjartans mál að matreiða síld í hæsta gæðaflokki og gleðja gesti okkar með ljúffengum síldarréttum,“
segir í færslu sem birt var í tilefni dagsins.
Síldarkaffi hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á gæði hráefnis og vönduð vinnubrögð. Þar er öll síld lögð frá grunni, allar kökur og brauð bökuð á staðnum og jafnvel majonesið er heimagert. Súpur, smáréttir og ferskur fiskur fá einnig sinn sess, og er íslensk síld og rækjur sem landað er vikulega á Siglufirði lykilhráefni í eldhúsinu.
Frá opnun hefur Síldarkaffi notið mikillar athygli og jákvæðra viðtaka, en fjallað hefur verið um staðinn í nokkrum greinum á vef Veitingageirans síðastliðið ár. Þar má nefna viðtöl við eigendur, myndaseríur frá staðnum og umfjöllun um síldarmenningu og endurvakningu hefða sem staðurinn stendur fyrir. Þeir sem vilja kynna sér sögu og stemningu Síldarkaffis betur geta skoðað fréttaefni síðunnar undir merkinu Síldarkaffi.
Eigendur og starfsfólk segjast horfa bjartsýn fram á veginn og hlakka til að taka á móti gestum næsta árið.
„Við höldum áfram að taka á móti gestum með bros á vör og hlökkum til þess sem koma skal!“
Myndir: facebook / Síldarkaffi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir










