Viðtöl, örfréttir & frumraun
Síldarkaffi fagnar 1 árs afmæli í dag – Með síldina í aðalhlutverki

Síldarkaffi fagnar tímamótum: Ár liðið frá opnun.
Hress og samheldin afmælismynd af frábæru teymi sem hefur eldað, bakað og brosað í heilt ár á Siglufirði.
Það er gleði og þakklæti í loftinu á Siglufirði í dag þegar veitingastaðurinn Síldarkaffi fagnar fyrsta starfsárinu. Í tilkynningu frá staðnum kemur fram að árið hafi verið bæði viðburðaríkt og lærdómsríkt, en um leið fullt af dýrmætum stundum með gestum sem lagt hafa leið sína í síldarbæinn.
„Það er okkur hjartans mál að matreiða síld í hæsta gæðaflokki og gleðja gesti okkar með ljúffengum síldarréttum,“
segir í færslu sem birt var í tilefni dagsins.
Síldarkaffi hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á gæði hráefnis og vönduð vinnubrögð. Þar er öll síld lögð frá grunni, allar kökur og brauð bökuð á staðnum og jafnvel majonesið er heimagert. Súpur, smáréttir og ferskur fiskur fá einnig sinn sess, og er íslensk síld og rækjur sem landað er vikulega á Siglufirði lykilhráefni í eldhúsinu.
Frá opnun hefur Síldarkaffi notið mikillar athygli og jákvæðra viðtaka, en fjallað hefur verið um staðinn í nokkrum greinum á vef Veitingageirans síðastliðið ár. Þar má nefna viðtöl við eigendur, myndaseríur frá staðnum og umfjöllun um síldarmenningu og endurvakningu hefða sem staðurinn stendur fyrir. Þeir sem vilja kynna sér sögu og stemningu Síldarkaffis betur geta skoðað fréttaefni síðunnar undir merkinu Síldarkaffi.
Eigendur og starfsfólk segjast horfa bjartsýn fram á veginn og hlakka til að taka á móti gestum næsta árið.
„Við höldum áfram að taka á móti gestum með bros á vör og hlökkum til þess sem koma skal!“
Myndir: facebook / Síldarkaffi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni










