Keppni
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
Íslandsmót nema- og ungsveina í veitingagreinum í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi fór fram um helgina.
Í ár tóku 18 keppendur þátt í matreiðslu, 5 í framreiðslu og 2 í kjötiðn, en til stóð að bakarar myndu taka þátt í mótinu, en þátttaka reyndist ekki nægileg.
Sigurvegarar á Íslandsmótinu 2025
Framreiðsla
Íslandsmeistari:
Daníel Árni Sverrisson
Nemar ársins:
Tristan Tómasson
Silvía Louise Einarsdóttir
Matreiðsla
Íslandsmeistari:
Andrés Björgvinsson
Nemar ársins:
Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir
Sindri Hrafn Rúnarsson
Kjötiðn
Íslandsmeistari:
Ásbjörn Geirsson
Nemi ársins:
Friðrik Björn Friðriksson
Dómararateymið:
Framreiðsla:
Sigurður Borgar Ólafsson
Axel Árni Herbertsson
Matur:
Yfirdómari:
Jakob H. Magnússon
Smakkdómarar:
Ólöf Helga Jakobsdóttir
Hallgrímur Friðrik Sigurðarson
Eldhúsdómarar:
Kjartan Marinó Kjartansson
Rafn Heiðar Ingólfsson
Kjötiðn:
Stefán Einar Jónsson
Jóhannes Geir Númason
Skipulag:
Magnús Örn Friðriksson
Stuðningsfyrirtæki voru m.a.: Matvís, SAF, Esja Gæðafæði, Bako verslunartækni, Ekran, Expert, Hafið Fiskverslun, Icelandair og Hótel- og matvælaskólinn.
Verðlaun
Sigurvegarar fengu bikar og fá keppnisrétt fyrir Íslands hönd í alþjóðlegum matreiðslukeppnum og allir keppendur fengu þátttökuverðlaun.
Keppnisfyrirkomulag
Keppnin hófst með bóklegt próf.
Verkefni og hráefni í matreiðslu
Keppendur hafa samtals 4 klst.
Keppendur hafa 30 mínútur í Skriflegt próf og „hráefni – þekking“ og svo 2,5 klst. í verklegan undirbúning þar til skila þarf forrétti og síðan aðalrétti 30 mínútum síðar.Að lokum eru 30 mínútur til að ganga frá.
Hver keppandi eldar tvo rétti fyrir 6 manns þar sem þrír diskar fara til dómara, einn diskur í myndatöku og tveir diskar í smakk til gesta.
Forréttur: Skal innihalda rauðsprettu, íslenskar rækjur og grænan aspars.
Aðalréttur: Skal innihalda grísalund og grísasíðu, jarðskokka og dökka soðsósu.
Keppendur fá úthlutað skyldu-hráefni á keppnisstað. Annað hráefni má koma með viktað, grænmeti má vera skolað og skrælt en ekki skorið eða snyrt. Soð má ekki vera soðið niður né bragðbætt.
Verkefni og hráefni í kjötiðn
Keppnin fer þannig fram að hver keppandi fær eftirfarandi hráefni:
1 stk. lambalæri,1 stk. lambahrygg, ½ frampart, 1 stk. grísaframpart, 1 stk. nautamjöðm, 1 stk. nautaframhrygg og 1 stk. Kjúkling sem hann vinnur á sem fjölbreyttastan hátt eftir eigin höfði.
Keppendur hafa samtals 6 klst. til að útbúa:
- 1 rétt fyrir 4 úr hverri kjöttegund fyrir sig og stilla upp á disk/platta.
- 4 rétti fyrir 1 úr hverri kjöttegund fyrir sig og stilla upp á disk/platta.
- Tvær tegundir af kjötpylsum ásamt uppskrift.
Leyfilegt er að hafa með sér eftirfarandi: Grænmeti, ávexti, mjólkurvörur, bökuna vörur, krydd, öll leyfileg aukefni, skinku, beikon, spekk, marineringar salt og hluti eða grænmeti til skreytingar í borð.
- Keppendur eiga sjálfir að koma með fagbúning , svuntu, skurðarbrynju, hnífa, stál, handsög, og allt annað sem þeir óska sér að hafa. Keppendur hafa með sér merkispjöld fyrir vörurnar þeirra, en þessi spjöld má koma með tilbúin.
- Keppendinn þarf að geta gefið upp eldunar tíma og aðrar upplýsingar svo sem óþolsvalda, aukaefni o.fl.
Skurður, flokkun á vöðvum og framsetning í kjötborð verður dæmd eftir eftirfarandi flokkum: Útlit – Fjölbreytni – Nýbreytni – Nýting – Fagmennska – Hreinlæti
Á staðnum verður skurðarborð, hakkavél, pylsusprauta, hrærivél/mixari sem keppendur nota í sameiningu.
Skila öllum vörum tilbúnum í kjötborð með þeim hlutum sem nota á sem skraut.
Verkefni í framreiðslu
Keppendur hafa samtals 6 klukkustundir.
Keppendur hafa 30 mínútur í Skriflegt próf og hráefni þekking og svo 5 klst. í verklegan hluta, þar sem leysa þarf eftirfarandi verkefni, og að lokum 30 mínútur til að ganga frá.
- Blöndun drykkja: Dregið verður um tvo kokteila af eftirfarandi átta drykkjum: Whiskey sour, Grass Hopper, Manhattan, Rusty nail, Moscow Mule, Rob Roy, Dry martini eða Harvey wallbanger.
- Vínpörun: Keppandi fær uppgefinn fjögurra rétta matseðil sem para á vín við. Keppandi velur vínin eftir eigin þekkingu og útskýrir svo val sitt.
- Kvöldverðar-uppdekkning: Keppandi dekkar upp borð fyrir fjóra rétti. Miða skal við uppgefna matseðilinn og vínpörun, borðið skal vera fyrir fjóra gesti.
- Síðdúka hliðarborð : Keppandi síðdúkar hliðarborð án þess að notast við lím eða önnur hjálpartæki sjá hér.
- Blómaskreyting: Keppandi útbýr blómaskreytingu á keppins borðið út frá þema keppninnar sem er „Árstíðir“ og útskýrir svo hugmyndina af uppdekkningunni og skreytingu borðsins.
- Styrkt / sterkvín & Líkjöra þekking: Keppandi fær 15 min til að greina 8-10 mismunandi glös
- Servíettubrot: Keppandi útbýr Tíu mismunandi servíettubrot. Blandað af brotleysum hádegis/ kvöldverðarbrotum
- Umhelling á víni: Keppandi fær vín sem skal umhella samkvæmt hefðbundinni aðferð og útskýra fyrir þeim hvað verið er að gera og hvers vegna.
- Fyrirskurður: Keppendur fá hráefni uppgefið á keppnisdag sem þeir sýna fram á færni á fyrirskurði og diska upp fyrir framan dómara.
- Ávaxtaskurður: Dreginn verður einn ef eftirfarandi ávöxtum; banani, epli eða ananas sem keppandi þarf að fyrirskera og diska upp.
- Eldsteiking: Keppendur fá hráefni uppgefið á keppnisdag sem þeir eldsteikja fyrir framan dómara.
Fyrsti keppandi í matreiðslu mætir í eldhús Hótel- og matvælaskólans kl. 09:30 á laugardagsmorgun og byrjar að elda kl. 10:00. Keppendur hafa 2,5 klukkustundir til að undirbúa og skila forrétti, en 30 mínútum síðar er skil á aðalrétti.
Keppendur skila réttum sínum fram eftir degi með 5 mínútna millibili, sem tryggir líflega og spennandi keppni allan daginn.
Í forrétt er lögð áhersla á rauðsprettu, rækjur og grænan spergil, en í aðalrétti er unnið með grísalund, grísasíðu, jarðskokka og soðsósu.
Allt hráefni er undirbúið og eldað á staðnum, að undanskildu grunnsoði sem má koma með.
Myndir: aðsendar
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan