Eftirréttur ársins
Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins 2016

Sigurvegarar
Þorsteinn Halldór Þorsteinsson – Vox (3. sæti), Daníel Cochran Jónsson – Sushi Samba (1. sæti) og Íris Jana Ásgeirsdóttir – Fiskfélagið (2. sæti).
Úrslit eru ráðin í keppninni Eftirréttur ársins 2016 sem Garri hélt nú í sjöunda sinn á VOX Club Hilton Reykjavík Nordica.
Sigurvegari keppninnar í ár var Daníel Cochran Jónsson frá Sushi Samba sem hlýtur að launum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry í Evrópu.
Í öðru sæti lenti Íris Jana Ásgeirsdóttir frá Fiskfélaginu og í þriðja sæti Þorsteinn Halldór Þorsteinsson frá Vox.

Sigurvegarar og dómarar keppninnar.
Kent Madsen (dómari frá Cacao Barry), Íris Jana Ásgeirsdóttir – Fiskfélagið (2. sæti), Daníel Cochran Jónsson – Sushi Samba (1. sæti), Þorsteinn Halldór Þorsteinsson – Vox (3. sæti), Alfreð Ómar Alfreðsson (dómari) og Karl Viggó Vigfússon (yfirdómari).
Dómarar að þessu sinni voru þeir Karl Viggó Vigfússon sem jafnframt var yfirdómari, Alfreð Ómar Alfreðsson og Kent Madsen frá Cacao Barry.
Þema keppninnar að þessu sinni var „Dökkt súkkulaði & Rauð ber“. Keppendur leika sér að samsetningum á súkkulaði frá Cacao Barry, ávaxtapúrrum frá Capfruit og úrvals hráefni frá SOSA og KEN meðal annars. Gefin er einkunn m.a. fyrir samsetningar á hráefni, bragði, uppbyggingu, frumleika og framsetningu.
Að sögn Karls Viggós yfirdómara heldur keppnin áfram að vaxa ár frá ári og er gæðastaðallinn nú orðinn einstaklega hár. Keppendur leggja mikinn metnað í eftirréttina og er gaman að sjá blöndu af reyndum fagmönnum ásamt ungu og efnilegu fagfólki gefa allt í keppnina. Greinilegt er að áhugi á eftirréttagerð fer ört vaxandi hér á landi.
Hægt er að skoða myndir frá keppninni á Instagram og Facebook síðum Garra ásamt því að fylgjast með daglegum rekstri og ýmsum uppákomum hjá starfsmönnum fyrirtækisins.
Fleiri myndir frá keppninni verða birtar síðar.
Myndir: Garri.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu







