Keppni
Sigurður bakara-og konditormeistari hjá Bernhöftsbakaríinu sigraði keppnina: Verðlaunabrauð LABAK
Landssamband bakarameistara (LABAK) og Matís efndu til keppni um „Verðlaunabrauð LABAK“, en 11 brauðuppskriftir bárust í keppnina. Það var síðan Sigurður M. Guðjónsson bakara-og konditormeistari hjá Bernhöftsbakarí sem varð sigurstranglegastur, en verðlaunin voru afhent í húsakynnum Matís nú um helgina þar sem viðstöddum gafst kostur á að smakka á brauðinu og kynna sér það nánar.
Við það tækifæri sagði Jóhannes Felixson, formaður LABAK, frá tilurð keppninnar, en tilgangur hennar er að stuðla að bættri hollustu í fæði landsmanna. Hann nefndi að aðeins einn bakarameistari hefði verið í dómnefndinni en hins vegar lögð áhersla á að fá fólk á ólíkum aldri og af báðum kynjum til dómarastarfanna til að tryggja að mest áhersla væri lögð á bragðgæði og áferð. Verðlaunabrauð LABAK væri með réttu brauð fyrir allan almenning enda valið af almenningi sjálfum.
Embætti landlæknis tók þátt í að setja þær kröfur sem brauð þurftu að uppfylla til að taka þátt í keppninni.
Gerð var sú krafa að brauðin uppfylltu allar kröfur norræna skráargatsins auk þess að geta flokkast sem heilkornabrauð en það þýðir að a.m.k. helmingur mjölsins er heilmalað korn sem inniheldur öll upprunaleg næringarefni kornsins. Ennfremur var gerð sú krafa að a.m.k. 20% af mjölinu væri íslenskt bygg, að því er fram kemur á vef Samtaka iðnaðarins.
Uppskriftin sem ég notaði hefur verið notuð hjá okkur í Bernhöftsbakarí í um tvö ár. En henni var örlítið breytt, vegna þess að brauðin urðu að innihalda 20 % bygg. Það sem gerir brauðið sérstakt og gefur því þennan mikla karakter, er að graskers og sesamfræin í brauðinu eru ristuð. Auk þess er brauðið lagað á gamla mátann með fordegi og er lang hefað í kæli yfir nótt.
…sagði Sigurður vonum glaður með verðlaunin í samtali við veitingageirinn.is.
Heilsubrauðið þurfti að uppfylla eftirfarandi kröfur:
Heilkorn a.m.k. 50% af mjölinu og 30% af heildarþyngd brauðsins Íslenskt bygg a.m.k. 20% af mjölinu (40% af heilkorninu) Fita að hámarki 7 g/100 g Enginn viðbættur sykur Natríum að hámarki 0,4 g/100 g sem jafngildir 1g salt/100 g Trefjar a.m.k. 6 g/100 g.
Myndir tók Kristín Edda Gylfadóttir fyrir Matís
Mynd af brauði: Brynjólfur Jónsson (Binni ljósmyndari)
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Uppskriftir7 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt6 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta23 klukkustundir síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði