Veitingarýni
Siglufjörður – Fyrri kafli | Veitingarýni: Ólafshús og Hannes Boy
En einn ganginn lögðum við af stað í leiðangur og nú skyldi Tröllaskaginn tekinn á beinið. Við ókum í gegnum Hvalfjarðargöngin og áfram í gegnum Borgarnes og er við komum niður af Holtavörðuheiðinni var komið time á bæði losun og lestun.
Það var gott að teygja aðeins úr sér áður en lengra skyldi haldið.
Það sem hafði gerst frá síðustu ferð var að Sigurvin var kominn á nýjan KIA cee´d WM útgáfu, hann er með svona formúlustýri, takkar allsstaðar, með tvískipta loftkælingu, bakkmyndavél svo eitthvað sé nefnt. Næsti staður til að stoppa á var Sauðárkrókur en þar ætluðum við að snæða hádegisverð á Ólafshúsi.
Ólafshús
Inn komum við og var vísað á borð en ég hafði pantað borð því það var ungmennafélagsmót þessa helgi á Króknum, skoðuðum við seðillinn og pöntuðum eftirfarandi:
Súpan var með mjög góðu humarbragði, kröftugu og brauðið einnig gott.
Virkilega góð klassík, með mildu karrýbragði, kannski aðeins of stór sem forréttur.
Einfaldur en þrælgóður réttur, flott eldun á bleikju
Svakalega góður, en ég hefði kosið rófur í staðinn fyrir salat, finnst það ekki passa á þennan rétt.
Þessi var svakalega góð, maður fékk vatn í munninn bara við að horfa.
Frábær framsetning og mjög góð á bragðið, en sultan efst er of mikil þannig að hún stelur eiginlega öðru bragði.
Ath. Þeir réttir sem eru merktir með stjörnu eru úr héraðsbundnu hráefni.
Hannes Boy
Síðan lá leiðin til Siglufjarðar en þar skyldi gist eina nótt, en á leiðinni stoppuðum við á samgönguminjasafni Skagafjarðar í Stóragerði og skoðuðum við gamla bíla og var það bara gaman. Svo komum við til Siglufjarðar og tékkuðum inn á hótelið The herring guesthouse og fengum við frábært herbergi og þjónustuviðmótið, það var sko í lagi.
Fórum við svo niður á Hannes Boy en þar ætluðum við að snæða kvöldverð og var úr að við tókum 4. rétta seðil hússins, bensín og vatn á kantinn.
Það sem kom var eftirfarandi:
Mjög frískandi, síldarbragðið fannst, frumleg framsetning, hefði þegið að fá rúgbrauð með og tvær soðnar kartöflur.
Einn sá albesti grænmetisréttur sem ég hef smakkað.
Þetta er það meyrasta lamb sem ég hef nokkru sinni smakkað og meðlætið bara jók á ánægjuna.
Frábært, sýran í skyrinu fannst, sósan ekki of sæt og saman small þetta í glæsileg lok á frábærri máltíð.
Þegar hér var komið var farið að gæta þreytu og fórum við upp á hótel og í koju. Venni sofnaði strax en ekki ég, það voru tónleikar niður á torginu og hlustaði maður á hvern aðilann á eftir öðrum spila og er mér minnistæðast Kaleo þeir voru toppurinn. Loks skreið ég inn í heim fantasíunnar og örugglega að panta borð einhversstaðar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi