Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sex íslenskir veitingastaðir taka þátt í frönsku matarmenningarhátíðinni
GOÛT DE FRANCE / GOOD FRANCE er matamenningarhátíð sem haldin verður 21. mars næstkomandi um allan heim, þar á meðal í Reykjavík.
Hátíðin er nú haldin í þriðja skipti til að vekja athygli á sköpunarkrafti og kostum franskrar matargerðar og grunngildunum hennar: Samneyti við aðra, matarnautn, virðingu fyrir vel gerðum mat, fyrir náunganum og fyrir jörðinni.
Á matseðlinum eru fordrykkir, snittur, forréttur, aðalréttur og síðan ostar og eftirréttir ásamt frönskum létt- og kampavínum. Sífellt fjölgar veitingastöðunum sem taka þátt í hátíðinni. Í fyrra voru þeir 1.715 í 150 löndum en verða að þessu sinni 2.000 talsins í fimm heimsálfum. Miðað við höfðatölu verður vafalítið hvergi meiri þátttaka en á Íslandi: Sex valinkunnir veitingastaðir bjóða matseðla undir merkjum hátíðarinnar í ár.
- Gallery Restaurant á Hótel Holti (Friðgeir Ingi Eiríksson)
- Kitchen & Wine á 101 Hótel (Hákon Már Örvarsson)
- Le Bistro (Rémi Orange)
- Snaps (Númi Tómasson)
- Torfan humarhúsið (Ívar Þórðarson)
- AAlto Bistro í Norræna húsinu 22. mars (Sveinn Kjartansson)
Skipuleggjendur hátíðarinnar leggja áherslu á menntun í veitingahúsa- og hótelfræðum og því verða það nemar í Hótel- og matvælaskóla Menntaskólans í Kópavogi sem sjá um að matbúa og framreiða hátíðarkvöldverð fyrir gesti franska sendiherrans í embættisbústað hans þetta kvöld.
Mynd: france.fr / Good France 2017
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin