Nemendur & nemakeppni
Seldu hágæða Angus nautakjöt í kjötbúðinni í Hótel- og matvælaskólanum – Myndir
Nemendur í kjötiðnaðardeild Hótel- og matvælaskólanum buðu upp á hágæða Angus nautakjöt í kjötbúð skólans nú á dögunum.
Kjötbúðin heppnaðist mjög vel og seldist allt upp, sem er ekki óvanalegt því að búðin hefur alltaf verið gífurlega vinsæl þau skipti sem hún er opin.
„Við buðum upp á tomahawk steikur, ribeye á beini, t-bone, kótelettur og hakk, en hryggurinn og framhryggurinn var verkaður með svokallaðri “dry-aged” aðferð í kæli í um 7 vikur.“
Sagði Kristján Hallur Leifsson kjötiðnaðarmeistari og kennari í kjötdeild í Hótel- og matvælaskólanum í samtali við veitingageirinn.is. Kristján Hallur er einnig meðlimur í Landsliði Kjötiðnaðarmanna og er hægt að lesa fréttir um landsliðið með því að smella hér.
Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur verka nautakjötið og vöruúrvalið í kjötbúðinni.
Myndir: aðsendar / Kristján Hallur Leifssonc
-
Keppni5 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan