Nemendur & nemakeppni
Seldu hágæða Angus nautakjöt í kjötbúðinni í Hótel- og matvælaskólanum – Myndir
Nemendur í kjötiðnaðardeild Hótel- og matvælaskólanum buðu upp á hágæða Angus nautakjöt í kjötbúð skólans nú á dögunum.
Kjötbúðin heppnaðist mjög vel og seldist allt upp, sem er ekki óvanalegt því að búðin hefur alltaf verið gífurlega vinsæl þau skipti sem hún er opin.
„Við buðum upp á tomahawk steikur, ribeye á beini, t-bone, kótelettur og hakk, en hryggurinn og framhryggurinn var verkaður með svokallaðri “dry-aged” aðferð í kæli í um 7 vikur.“
Sagði Kristján Hallur Leifsson kjötiðnaðarmeistari og kennari í kjötdeild í Hótel- og matvælaskólanum í samtali við veitingageirinn.is. Kristján Hallur er einnig meðlimur í Landsliði Kjötiðnaðarmanna og er hægt að lesa fréttir um landsliðið með því að smella hér.
Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur verka nautakjötið og vöruúrvalið í kjötbúðinni.
Myndir: aðsendar / Kristján Hallur Leifssonc
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Markaðurinn3 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
















