Nemendur & nemakeppni
Seldu hágæða Angus nautakjöt í kjötbúðinni í Hótel- og matvælaskólanum – Myndir
Nemendur í kjötiðnaðardeild Hótel- og matvælaskólanum buðu upp á hágæða Angus nautakjöt í kjötbúð skólans nú á dögunum.
Kjötbúðin heppnaðist mjög vel og seldist allt upp, sem er ekki óvanalegt því að búðin hefur alltaf verið gífurlega vinsæl þau skipti sem hún er opin.
„Við buðum upp á tomahawk steikur, ribeye á beini, t-bone, kótelettur og hakk, en hryggurinn og framhryggurinn var verkaður með svokallaðri “dry-aged” aðferð í kæli í um 7 vikur.“
Sagði Kristján Hallur Leifsson kjötiðnaðarmeistari og kennari í kjötdeild í Hótel- og matvælaskólanum í samtali við veitingageirinn.is. Kristján Hallur er einnig meðlimur í Landsliði Kjötiðnaðarmanna og er hægt að lesa fréttir um landsliðið með því að smella hér.
Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur verka nautakjötið og vöruúrvalið í kjötbúðinni.
Myndir: aðsendar / Kristján Hallur Leifssonc
-
Pistlar3 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Markaðurinn5 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
















