Vertu memm

KM

Samstarf KM og Banana ehf staðfest

Birting:

þann


Kjartan Már Friðsteinsson og Alfreð Ómar Alfreðsson

Hinn 3. mars s.l. var formlega undirritaður gull-styrktarsamningur milli Klúbbs Matreiðslumeistara og Banana ehf.  Það gerðu þeir Kjartan Már Friðsteinsson og Alfreð Ómar Alfreðsson á marsfundi KM .

Fyrir okkur hjá KM er þetta afar mikilvægur samningur þar sem hann styrkir mjög hið faglega starf okkar og í gegnum tíðina hafa þeir Bananamenn verið okkur ákaflega hliðhollir og í raun, reynst okkur hinir bestu vinir.
Það er von okkar í stjórn KM að félagsmenn sjái hagsmunum sínum vel varið  í að versla við þetta ágæta fyrirtæki sem svo sannarlega heldur uppi merkjum nýsköpunar og framsýni þegar kemur að innflutningi garðávaxta.

Stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara

 

Meðfylgjandi er saga Banana ehf í stórum dráttum:

Bananar ehf voru stofnaðir þann 18 júní 1955 af þeim Kristni Guðjónssyni og Eggerti Kristjánssyni. Fyrstu árin fólst starfsemi Banana ehf einvörðungu í því, eins og nafnið gefur til kynna, að flytja inn og þroska banana. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag eru Bananar ehf langstærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og er í reynd eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins.

Frá fyrstu tíð hefur metnaður starfsmanna fyrirtækisins verið sá að þjónusta viðskiptavini sína á sem bestan hátt með því að veita þeim bestu mögulegu gæði á ávöxtum og grænmeti sem fáanleg eru hverju sinni, á sem hagstæðustu verðum.

Starfsemi fyrirtækisins er í 4.400m2 húsnæði að Súðarvogi 2e, Reykjavík. Fyrirtækið hefur yfir að ráða átta bananaþroskunarklefum sem og tíu aðra stóra kæliklefa með mismunandi hitastigi til að viðhalda gæði varanna sem bestum. Húsnæði Banana ehf. hefur um nokkurt skeið verið of lítið fyrir starfsemi fyrirtækisins og stendur til að fara í tvöfalt stærra húsnæði á næstu tveimur árum.

Hjá Bönunum starfa í kringum hundrað manns.

Viðskiptavinir Banana ehf eru um 700 – 1000, og samanstanda þeir af verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, leikskólum, skólum, mötuneytum fyrirtækja osfrv. og afgreiðum við um 350 sendingar úr húsi hvern dag. Í magni eru þetta um 80-100 tonn á dag eða um 25.000 tonn á ári hverju.

Bananar vilja mæta þörfum og kröfum viðskiptavina sinna um góð gæði og fjölbreytt vöruúrval. Til þess að sinna þessum þörfum  höfum við bein viðskiptasambönd út um allan heim og má þar nefna Kína, Brasilíu, Suður Afríku, Kanada, Chile, Argentínu, Holland USA og Spán. Viðskiptum er beint til þeirra landa þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er best hverju sinni. Vörurnar eru teknar vikulega með skipi og daglega flugleiðis. Íslenskt grænmeti berst til okkar daglega.

Styrkur og velgengni Banana ehf felst í starfsmönnum þess sem hafa mikla þekkingu og langa starfsreynslu á sviði meðhöndlunar og sölu grænmetis og ávaxta. Starfsfólk Banana leggur sig fram á hverjum degi við að veita góð gæði og góða þjónustu.

Mynd: Guðjón Þór Steinsson

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið