Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Samið við Benedikt og Edinborgarbræður um Félagsheimili Bolungarvíkur
Bæjarráð Bolungarvíkur samþykkti á fundi í lok september að ganga til samninga við Benedikt Sigurðsson í samstarfi við Guðmund og Sigurð Helgasyni um stöðu forstöðumanns og veitingaaðila Félagsheimilis Bolungarvíkur.
Guðmundur og Sigurður reka einnig veitingastaðinn Edinborg á Ísafirði og hótelið á Núpi í Dýrafirði.
Fimm umsóknir bárust um starf forstöðumanns og/eða veitingaaðila Félagsheimilis Bolungarvíkur:
- Benedikt Sigurðsson
- Fjölnir Már Baldursson
- Guðmundur Helgason og Sigurður Helgason
- Haukur Vagnsson og Wioleta Szuba
- Ingólfur Hallgrímsson og Sigurbjörg Hallgrímsdóttir
Ýmis skilyrði þurfti að uppfylla, en mikil áhersla er lögð á að hafa fjölbreytta starfsemi í húsið í formi viðburða. Félagsheimili Bolungarvíkur var opnað eftir gagngerar endurbætur í apríl 2011 auk þess sem byggt var við húsið. Í húsinu er tryggt aðgengi fyrir alla. Húsið er fjölnota hús sem hentar jafnt fyrir tónleikahald, leiksýningar, ráðstefnur og fundi. Þá henta salirnir í húsinu og útisvæðið sunnan við húsið vel fyrir hverskyns veisluhöld, árshátíðir og ættarmót.
Þá er til staðar í húsinu fullkomið eldhús og barir ásamt tilheyrandi borðbúnaði til veitingaþjónustu.
Mynd: bolungarvik.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun7 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla