Greinasafn
Saga Martini
Martini er líklega einn af þekktari kokkteilum sögunnar. Hann er einn þeirra sem hrintu af stað kokkteilaskeiðinu svokallaða á sínum tíma. Einnig hefur Martini hlotið vissan þokka og dulúð vegna blessunar Hollywood leikara og leikstjóra af og á hvítatjaldinu. Líkt og með marga kokkteila standa miklar deilur um hver sé höfundur hins víðfræga Martini kokkteils. Sagan á bakvið kokkteilinn geymir margar uppskriftir og nöfn, sem ekki passa fullkomlega við þann Martini sem er vinsælastur í dag. Nútíma hefðbundinn Dry Martini samanstendur af um það bil 3 hlutum London dry gini og 1 hluta þurrum hvítum vermouth, skreyttur með ólífu.
Í dag eru síðan til ótal margar útfærslur og stælingar á Martini sem innihalda í grunninn gin eða vodka, ýmsar skreytingar og skvettur af hinum og þessum líkjörum. Martini sem er blandaður með vodka í stað gins er kallaður „vodkatini“ eða vodka Martini Sá kokkteill sem Martini er unnin út frá er án efa drykkur sem bar nafnið Marinez og var fyrst blandaður kringum herrans árið 1862. Þessi drykkur innihélt fjóra hluta rauðan, sætan Vermouth og einn hluta Gin, skreyttur með kirsuberi. Í Marinez var notað gin sem flokkaðist sem „Old Tom Gin“ og er mun sætara með meira einiberjabragði en við þekkjum í dag. Seinna þróaðist þessi drykkur yfir í þann Martini sem við þekkjum í dag. Old Tom gininu var skipt út fyrir london dry gin og hvítur þurr vermouth kom í stað þess rauða. Hlutföllin jöfnuðust út og ólífunni var drekkt í leiðinni.
Hvernig skal bera sig að?
Innihald
London Dry Gin Drykkjuráð mælir með Tanquray eða Bombay
Martini Extra Dry Vermouth
Ferskar ólífur
(Einnig er hægt að skreita með sítrónuberki eða kokkteillauk. Martini með kokkteillauk kallast Gibson)
Djúpfrystur klaki
Uppskrift
4 hlutar Gin
1 hluti Vermouth
Skraut
Aðferð
Kælið ginið, hristarann og glösin í frysti til að ná kokkteilnum sem tærustum. Vermútin skal geymast við herbergishita. Gininu og vermútinum er hellt í hristarann ásamt tveim djúpfrystum ísmolum. Miklu máli skiptir að ísmolarnir séu harðir svo sem minnst vatnsblöndun eigi sér stað. Hrist u.þ.b átta sinnum með klakanum Sigtað í Martini glas (þ.e. án klakans) Skreytt með ólífum (einni til tveimur) Mjög mikilvægt er að ná Martini sem köldustum. Fullkomnun næst með því að kæla ginið, hristarann og glösin vel. Einnig er gott ráð að hafa ísmola í glasinu á meðan kokkteillinn er hristur. Til þess síðan að njóta drykkjarins sem best er réttast að láta ekki líða of langan tíma þar til seinasta sopanum er rennt niður, því volgur Martini er ekki ekta Martini.
Hver var fyrstur?
Sumir telja að höfundur Martini kokkteilsins sé „Prófessor“ Jerry Thomas. Jerry er einn af þekktari barþjónum sögunnar og goðsögn í stéttinni. Aðrir nefna Martini di Arma di Taggia sem vann á barnum á Knickerbocker hótelinu í New York árið 1911. Hann blandaði kokkteil sem samanstóð af Gini ot Noilly Prat Vermouth til helminga. Sagt er að fastagestirnir hafi bætt ólífunni við. Bæjarbúar í bænum Martinez halda því fram að þeirra bær sé fæðingabær Martini kokkteilsins og að hann hafi orðið til árið 1870 á bar Julio Richelieu. Á Julio bareigandi að hafa sett ólífu út í Martinez kokkteil rétt áður en hann framreiddi hann til gamals námuverkamans sem þar sat að sumbli. Árið 1886 prentaði Jerry Thomas frá San Francisco barþjónabók með Marinez uppskrift. Hún innihélt slettu af Bitter, tvær slettur Maraschino, eitt glas Vermout, hálft glas Old Tom Gin, einn fjórða sítrónu og tvo ísmola.
Glefsur út sögu Martini
Orðið Martini kom fyrst fram í Handbók barþjóna sem prentuð var af Harry Hohnson árið 1888 Í einni sögunni er því haldið fram að nafn kokkteilsins sé dregið af „Martini & Henry“ riflunum sem notaðir voru af breska hernum kringum 1870. Ástæðan er sögð vera að báðir höfðu þónokkuð bakslag. James Bond er líklega frægasti sötrari Martini kokkteilsins, hann drakk sinn hristan en ekki hrærðan. Í myndinni Casino Royale lýsir Bond því nákvæmlega hvernig hann vill fá sinn Martini framreiddan með blöndu af gini og vodka. Þar skýrir hann kokkteilinn í höfuðið á njósnaranum Vespar Lynd The Vesper til að gabba hana í bólið. Kvikmyndagyðjan Joan Crawford drakk hinsvegar sinn Martini hrærðan en ekki hristan W.C. Fields drakk hálfa ginflösku af daglega og þá helst blandað í Martini. Hann kallaði Martini angel´s milk eða englamjólk. Einn fyrir morgunmat, einn eftir morgunmat og hristari fullur af Martini í nesti með í kvikmyndaverið. Gott mottó!! Doroty Parker á eftirfarandi tilvitnun: I like to have a martini, two at the very most, after three I’m under the table, after four I’m under my host. Saxafónleikari þess fræga jazzbands Dave Brubeck Quartet sagði eitt sinn að hann hefði myndað sinn sérstaka hljóm með því að reyna að líkja eftir Martini.
Andansmenn.com
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði