Vertu memm

Keppni

Sævar Helgi kom sá og sigraði í Viskí-Diskó keppninni

Birting:

þann

Disco

Í ár var keppnisfyrirkomulagið á Vinnustaða keppninni breytt þannig að á hverju ári verður nýtt þema fyrir keppnina og mun keppnin heita eftir því þema sem á við hverju sinni.

Fyrsta keppnin á kokteilhátíðinni Reykjavík Cocktail Weekend sem haldin var með þessum hætti heitir Whiskey-Disko.  Eins og kunugt er þá njóta Whiskey kokteilar mikilla vinsælda í heiminum í dag og er eftirspurnin eftir þeim farin að aukast. Til að gera keppnina enn meiri spennandi þá ákvað dómnefndin að hafa Diskó þema og voru aukastig gefin fyrir hversu vel keppendur ná að nýta sér Diskó þemað í sínum drykk.

Það var Sævar Helgi Örnólfsson hjá Sushi Social sem sigraði Whiskey-Disko með drykkinn Tony Montanas disco.

Úrslit voru kynnt í Gamla bíó rétt í þessu við hátíðlega viðhöfn þar sem lokaathöfnin fór fram á Reykjavík Cocktail Weekend hátíðinni:

  1. sæti – Sævar Helgi Örnólfsson (Sushi Social) / Drykkurinn: Tony Montanas disco
  2. sæti – Hanna Katrín Ingólfsdóttir (Grillmarkaðurinn) / Drykkurinn: Green is good
  3. sæti – Helgi Aron Ágústsson (Pablo Discobar) / Drykkurinn: Smoky Tony

Dómnefnd:

  • Andri Davíð Pétursson – Varaforseti Barþjónaklúbbs Íslands (BCI)
  • Nonni Quest – Hárgreiðslumesistari og viskí sérfræðingur
  • Sigurjón Ragnarsson – Stjörnuljósmyndari
  • Alba E. Hough – Vínsérfræðingur
  • Margét Gunnarsdóttir – Fyrrum Heimsmeistari í faglegum vinnubrögðum

Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem ber veg og vanda af skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar.

Mynd: úr safni.

Myndir frá hátíðinni væntanlegar.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið