Frétt
Nokkrum sætum bætt við á fyrirlestur Gerts Klötzke á morgun


Gert Klötzke er goðsögn í matreiðsluheiminum og er um þessar mundir yfirþjálfari íslenska Kokkalandsliðsins en hann var þjálfari sænska kokkalandsliðsins í rúm 20 ár. Gert Klötzke er prófessor í matreiðslu við Umeå háskóla í Svíþjóð og er virtur alþjóðlegur dómari í matreiðslu.
Félagar KM sem greitt hafa félagsgjöld fá frían aðgang að fyrirlestrinum og hafa forgang að sætum en þurfa fyrir skrá sig í síðasta lagi á sunnudag 22.ágúst.
Aðrir greiða aðeins 2.500 kr fyrir aðgang og geta sent inn skráningar strax og fá svar eftir helgi um það hvort þeir fái laust sæti.
Skráning í netfanginu [email protected] þar sem þarf að taka fram nafn, vinnustað, símanúmer og netfang.
Við hvetjum félagsmenn KM sem og aðra til að nýta sér þetta einstaka tækifæri og skrá sig sem fyrst.
Fyrirlesturinn verður haldinn 25. ágúst á Hótel Hilton Nordica í sal I og hefst kl 16:00 stundvíslega!
Stjórn KM

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora