Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Sæt og krúttleg páskaegg með skemmtilegum málsháttum

Birting:

þann

Sætt og Salt í Súðavík - Páskaegg

Það styttist óðum í páskana, enda ekki nema um þrjár vikur þar til þeir halda innreið sína. Mikið er um að vera hjá Sætt og Salt í Súðavík í framleiðslu á einstöku handgerðu páskaeggjunum þeirra. Hvert egg er unnið af alúð þar sem handverkið fær að njóta sín.

Páskaeggin eru úr hvítu-, dökku-, og rjómasúkkulaði og inn í hverju páskaeggi eru 8 handunnir konfektmolar, pökkuðum í sílkipappír ásamt góðu og gildu máltæki.

Sætt og Salt í Súðavík - Páskaegg

Verð á páskaeggjunum er 8500 kr. og 9500 kr., en þau dýrari eru meira skreytt.

Málshættirnir eru fjölbreyttir og virkilega skemmtilegir, en einn málshátt má sjá á meðfylgjandi mynd.

Sætt og Salt í Súðavík - Páskaegg

Fleiri tengdar fréttir: Sætt og salt súkkulaði.

Myndir: aðsendar

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið