Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sælkeraveisla í Ýdölum með verðlaunahöfum í Arctic Challenge
Arctic Challenge í samvinnu við Þingeyjarsveit standa fyrir sælkeraveislu í Ýdölum. Um er að ræða tvö kvöld og verða í boði um fimmtíu sæti hvort kvöld.
Sindri Freyr Ingvarsson matreiðslumaður, sigurvegari Arctic Chef 2024, sér um að matreiða dýrindis krásir úr hráefni sem að magninu til kemur úr héraðinu.
Elmar Freyr Arnaldsson, framreiðslumaður, sem lenti í öðru sæti í Arctic Mixologist 2024, mun sjá um vínpörun ásamt því að bjóða upp á kokteilinn sem að landaði honum öðru sætinu í keppninni.
Matseðill:
Taðreyktur silungur frá Geiteyjarströnd
soðbrauð – hvönn – broddkúmen – sýrður rjómi
Kartöflur frá Vallakoti
skessujurt – Feykir ostur – sinnepsfræ
Bleikja frá Haukamýri
súrmjólk – piparrót – gúrka frá Hveravöllum – rúgbrauð frá Bjarnaflagi
Ærfilé frá Hriflu
ærhjörtu frá Hriflu – grænkál frá Vallakoti – hamsatólgur frá Stóruvöllum
Skyrmús frá Hriflu
sýrð krækiber – aðalbláber – karamella – kerfill (ber tínd úr héraði)
Kokteilaseðill:
Stóruvellir Spritz
rabbarbarasíder – eldblóm – stikkilber
Wake up call
Arctic Mixologic kokteill 2024
kryddjurtalegið vodka – aperol, sætur vermouth, espresso infused
Skútustaðar-Sveppur
sveppalegið viskí – rúgbrauðsbjórssýróp frá Mývatnsöl – kakó bitter
Ýdalir mojito
romm – myntulíkjör – mjaðjurtarsýróp – hundasúra – lime
Miðaverð: 8.990 – 14.990 kr.
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Nýtt á matseðli2 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lambakjötsúpa – yljar á köldu vetrarkvöldi