Viðtöl, örfréttir & frumraun
Sælkeraveisla í Ýdölum með verðlaunahöfum í Arctic Challenge
Arctic Challenge í samvinnu við Þingeyjarsveit standa fyrir sælkeraveislu í Ýdölum. Um er að ræða tvö kvöld og verða í boði um fimmtíu sæti hvort kvöld.
Sindri Freyr Ingvarsson matreiðslumaður, sigurvegari Arctic Chef 2024, sér um að matreiða dýrindis krásir úr hráefni sem að magninu til kemur úr héraðinu.
Elmar Freyr Arnaldsson, framreiðslumaður, sem lenti í öðru sæti í Arctic Mixologist 2024, mun sjá um vínpörun ásamt því að bjóða upp á kokteilinn sem að landaði honum öðru sætinu í keppninni.
Matseðill:
Taðreyktur silungur frá Geiteyjarströnd
soðbrauð – hvönn – broddkúmen – sýrður rjómi
Kartöflur frá Vallakoti
skessujurt – Feykir ostur – sinnepsfræ
Bleikja frá Haukamýri
súrmjólk – piparrót – gúrka frá Hveravöllum – rúgbrauð frá Bjarnaflagi
Ærfilé frá Hriflu
ærhjörtu frá Hriflu – grænkál frá Vallakoti – hamsatólgur frá Stóruvöllum
Skyrmús frá Hriflu
sýrð krækiber – aðalbláber – karamella – kerfill (ber tínd úr héraði)
Kokteilaseðill:
Stóruvellir Spritz
rabbarbarasíder – eldblóm – stikkilber
Wake up call
Arctic Mixologic kokteill 2024
kryddjurtalegið vodka – aperol, sætur vermouth, espresso infused
Skútustaðar-Sveppur
sveppalegið viskí – rúgbrauðsbjórssýróp frá Mývatnsöl – kakó bitter
Ýdalir mojito
romm – myntulíkjör – mjaðjurtarsýróp – hundasúra – lime
Miðaverð: 8.990 – 14.990 kr.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10