Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Sælkeraveisla í Ýdölum með verðlaunahöfum í Arctic Challenge

Birting:

þann

Sælkeraveisla í Ýdölum með sigurvegurunum í Arctic Challenge - Sindri Freyr Ingvarsson og Elmar Freyr Arnaldsson

Verðlaunahafar í Arctic Challenge – Sindri Freyr Ingvarsson og Elmar Freyr Arnaldsson

Arctic Challenge í samvinnu við Þingeyjarsveit standa fyrir sælkeraveislu í Ýdölum. Um er að ræða tvö kvöld og verða í boði um fimmtíu sæti hvort kvöld.

Sindri Freyr Ingvarsson matreiðslumaður, sigurvegari Arctic Chef 2024, sér um að matreiða dýrindis krásir úr hráefni sem að magninu til kemur úr héraðinu.

Elmar Freyr Arnaldsson, framreiðslumaður, sem lenti í öðru sæti í Arctic Mixologist 2024, mun sjá um vínpörun ásamt því að bjóða upp á kokteilinn sem að landaði honum öðru sætinu í keppninni.

Matseðill:

Taðreyktur silungur frá Geiteyjarströnd
soðbrauð – hvönn – broddkúmen – sýrður rjómi

Kartöflur frá Vallakoti
skessujurt – Feykir ostur – sinnepsfræ

Bleikja frá Haukamýri
súrmjólk – piparrót – gúrka frá Hveravöllum – rúgbrauð frá Bjarnaflagi

Ærfilé frá Hriflu
ærhjörtu frá Hriflu – grænkál frá Vallakoti – hamsatólgur frá Stóruvöllum

Skyrmús frá Hriflu
sýrð krækiber – aðalbláber – karamella – kerfill (ber tínd úr héraði)

Kokteilaseðill:

Stóruvellir Spritz
rabbarbarasíder – eldblóm – stikkilber

Wake up call
Arctic Mixologic kokteill 2024
kryddjurtalegið vodka – aperol, sætur vermouth, espresso infused

Skútustaðar-Sveppur
sveppalegið viskí – rúgbrauðsbjórssýróp frá Mývatnsöl – kakó bitter

Ýdalir mojito
romm – myntulíkjör – mjaðjurtarsýróp – hundasúra – lime

Miðaverð: 8.990 – 14.990 kr.

Borðapantanir hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið