Veitingarýni
Sælkerabúð – Torgið – Veitingarýni
Nokkrir veitingastaðir hafa opnað Sælkerabúðir inn á sínum stöðum, þar sem girnilegt og flott úrval er í boði af allskyns sælkeravörum.
Árlega höldum við fjölskyldan litlu jólin, þar sem boðið er upp á jólahlaðborð og horft á jólabíómynd. Í ár ákváðum við að versla gjafakörfu og fyrir valinu var Sælkerabúð Torgsins á Siglufirði.
Tekin var stærri askjan sem kostaði 10.990 krónur og eftirfarandi var í öskjunni:
*Grafin gæsabringa
*Grafin lax
*Graflaxsósa
*Pikklaður rauðlaukur
*Sultaður rauðlaukur
*Reykt gæsabringa
Reyktur lax
*Pressuð svið
Jólapaté/kæfa
*Cumberland sósa
*Bláberjasulta
*Síldarsalat að hætti TORGSINS
*Jólarauðkál að hætti TORGSINS
* Handunnið af matreiðslumönnum Torgsins.
Alveg þrælsniðugt að kaupa svona tilbúna og vandaða forrétti, þægilegt og auðvelt að bera fram. Í aðalrétt var soðið hangikjöt með uppstúf, rauðkáli og kartöflum.
Reykta og grafna gæsin alveg einstaklega góð og villibragðið kom vel í gegn. Pikklaði og sultaði rauðlaukurinn virkilega góður, pikklaði alveg passlegur, ekki of súr og sultaði rauðlaukurinn var algjört nammi.
Grafinn lax klikkar ekki ef uppskriftin og aðferðin er rétt og það var allt upp á tíu hér, mjög góður.
Sviðasultan fær alveg toppeinkunn, þvílíkt sælgæti.
Cumberland sósa góð og eins bláberjasultan. Ég elska síldarsalöt og finnst fátt betra en góð síld. Síldarsalötin voru virkilega góð á bragðið, en síldin var frekar smátt skorin, mætti vera grófari bitar.
Danski eftirrétturinn Risalamande var svo punkturinn yfir i-ið, virkilega góður.
Yfir heildina var þetta virkilega gott og greinilega mikill metnaður lagður í sælkerakörfu Torgsins, alveg upp á tíu.

-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu