Veitingarýni
Sælkerabúð – Torgið – Veitingarýni
Nokkrir veitingastaðir hafa opnað Sælkerabúðir inn á sínum stöðum, þar sem girnilegt og flott úrval er í boði af allskyns sælkeravörum.
Árlega höldum við fjölskyldan litlu jólin, þar sem boðið er upp á jólahlaðborð og horft á jólabíómynd. Í ár ákváðum við að versla gjafakörfu og fyrir valinu var Sælkerabúð Torgsins á Siglufirði.
Tekin var stærri askjan sem kostaði 10.990 krónur og eftirfarandi var í öskjunni:
*Grafin gæsabringa
*Grafin lax
*Graflaxsósa
*Pikklaður rauðlaukur
*Sultaður rauðlaukur
*Reykt gæsabringa
Reyktur lax
*Pressuð svið
Jólapaté/kæfa
*Cumberland sósa
*Bláberjasulta
*Síldarsalat að hætti TORGSINS
*Jólarauðkál að hætti TORGSINS
* Handunnið af matreiðslumönnum Torgsins.
Alveg þrælsniðugt að kaupa svona tilbúna og vandaða forrétti, þægilegt og auðvelt að bera fram. Í aðalrétt var soðið hangikjöt með uppstúf, rauðkáli og kartöflum.
Reykta og grafna gæsin alveg einstaklega góð og villibragðið kom vel í gegn. Pikklaði og sultaði rauðlaukurinn virkilega góður, pikklaði alveg passlegur, ekki of súr og sultaði rauðlaukurinn var algjört nammi.
Grafinn lax klikkar ekki ef uppskriftin og aðferðin er rétt og það var allt upp á tíu hér, mjög góður.
Sviðasultan fær alveg toppeinkunn, þvílíkt sælgæti.
Cumberland sósa góð og eins bláberjasultan. Ég elska síldarsalöt og finnst fátt betra en góð síld. Síldarsalötin voru virkilega góð á bragðið, en síldin var frekar smátt skorin, mætti vera grófari bitar.
Danski eftirrétturinn Risalamande var svo punkturinn yfir i-ið, virkilega góður.
Yfir heildina var þetta virkilega gott og greinilega mikill metnaður lagður í sælkerakörfu Torgsins, alveg upp á tíu.

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun